Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu í vanda [ritstjórnargrein]

Emil L. Sigurðsson

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu miðar hægt. Löng bið er eftir tímum hjá heimilislæknum. Þessi undirstöðuþáttur heilbrigðisþjónustunnar er vel skilgreindur í lögum um heilbrigðisþjónustu og þar er tíundað hvaða þjónustu á að veita. Hins vegar hefur láðst að búa svo um hnútana að heilsugæslan geti sinnt sínu hlutverki og er fjöldi fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu án heimilislæknis. Almennt viðmið er að einn heimilislæknir sinni um 1.500 skjólstæðingum. Þannig ættu að vera um 120 heimilislæknar starfandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í dag eru þeir rúmlega 90.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Feb 2001

Other keywords

  • Heilsugæsla
  • Heimilislækningar
  • LBL12
  • Primary Health Care

Cite this