Húsnæðismál og búferlaflutningar

Thoroddur Bjarnason, Sigríður Elín Þórðardóttir, Vifill Karlsson

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapter

Abstract

Húsnæðismál hafa veruleg áhrif á afkomu einstaklinga og fjölskyldna og tengjast einnig atvinnu, menntun, aðgengi að verslun og þjónustu, samskiptum
við vini og fjölskyldu og ótal ϱeiri þáttum. Íbúðarhúsnæðið skiptir íbúa mismunandi byggðarlaga álíka miklu máli persónulega en þau sem segja húsnæðið ekki skipta sig máli eru mun líklegri til að ætla að ϱytja á brott. Í öllum tegundum byggðarlaga eru þau sem búa í eigin húsnæði mun ólíklegri til að ætla
að ϱytja en þau sem eru á leigumarkaði. Mikill meirihluti þeirra sem ætla að
búa áfram í landsbyggðunum eða ætla að ϱytja frá höfuðborgarsvæðinu segja
að ódýrt eða gott húsnæði skipti máli í því sambandi. Húsnæðismálin skipta sérstaklega máli í ϱutningum frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja en minnstu
máli í ϱutningum til Akureyrar. Meirihluti fólks í ϱestum tegundum byggðarlaga vill þó helst búa á núverandi stað óháð fasteignaverði og er lítill munur á
höfuðborgarsvæðinu og öðrum landshlutum í því efni. Óháð fasteignaverði
virðist lítill áhugi á því að búa í miðborg Reykjavíkur meðal þeirra sem búa
annars staðar og fáir íbúar miðborgarinnar vilja helst búa í úthverfum Reykjavíkur eða nágrannasveitarfélögum hennar. Hins vegar vill um Ϯmmtungur íbúa
suðvestursvæðisins helst búa á höfuðborgarsvæðinu en um tíundi hver höfuð-
borgarbúi vill helst búa annars staðar á landinu.
Original languageIcelandic
Title of host publicationByggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi
EditorsÞóroddur Bjarnason
Place of PublicationReykjavík
PublisherHáskólaútgáfan
Chapter10
Pages207-227
Number of pages21
ISBN (Print)978-9935-23-285-4
Publication statusPublished - 2022

Cite this