Húðkroppunarátta : klínisk einkenni, tengsl við aðrar geðraskanir og flokkun í DSM

Ívar Snorrason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Húðkroppunarárátta einkennist af síendurteknu kroppi á húðinni sem veldur sárum. Þetta er oft þrálátur vandi sem getur staðið fólki verulega fyrir þrifum. Þrátt fyrir að húðkroppunarárátta kunni að vera algengari en margan grunar er hún tiltölulega vel falið vandamál. Húðkroppunarárátta hefur ekki enn hlotið sess í helstu greiningarkerfum fyrir geðraskanir (DSM og ICD) og fæstir þerapistar kannast við hana. Í greininni verður farið yfir rannsóknir á klínískum einkennum áráttunar, afleiðingum hennar, algengi og framvindu. Einnig verður sagt frá helstu mismunagreiningum og tengslum við aðrar geðraskanir. Þá verður fjallað um það hvort húðkroppunarárátta eigi heima í DSM-V og hvar í kerfinu skuli flokka hana. Í lokin verður bent á þau verk sem nauðsynlegt er að vinna áður en hægt er að taka ákvörun um að setja kvillan í greiningarkerfið.
Pathological skin picking (PSP) is characterized by repetitive and excessive picking of the skin which causes tissue damage and results in clinically significant distress or impairment. PSP has yet to be included in diagnostic lists such as ICD and DSM and most therapists do not recognize it. The present article reviews the PSP literature with regard to clinical features, associated distress and impairment, differential diagnosis and comorbidity. It is discussed whether PSP should be included in DSM-V and if so in what category within DSM. Finally it is pointed out what kind of research needs to be done before it can be decided to include PSP in DSM-V.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 2008

Other keywords

  • Árátta
  • Húðkroppunarárátta
  • Obsessive-Compulsive Disorder
  • Impulse Control Disorders
  • Skin

Cite this