Höfuðáverkum barna hefur fækkað

Jónas G. Halldórsson, Eiríkur Örn Arnarson, Kristinn Guðmundsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Könnuð var tíðni höfuðáverka barna 14 ára og yngri um fimm ára skeið, 1987-1991. Á tímabilinu voru 297 börn lögð inn á deildir Borgarspítalans vegna höfuðáverka (ICD 850-854). Niðurstöður benda til þess að dregið hafi úr nýgengi innlagðra heilaáverka og nýgengi alvarlegs heilaskaða meðal barna frá því sem var á áttunda áratugnum. Innlögnum fækkaði mest meðal fimm til níu ára barna, en minnst meðal barna undir fimm ára aldri. Í ljós kom tiltölulega hátt hlutfall alvarlegra höfuðáverka í yngri aldurshópunum. Á tímabilinu voru 62 börn með heilaáverka lögð inn á barnadeildir Landakots og Landspítala. Meirihluti þessara barna var undir fimm ára aldri. Að meðaltali hlutu eitt til tvö heilasköðuð börn þjálfun eða endurhæíingu á ári.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Sept 1993

Other keywords

  • Börn
  • Höfuðáverkar
  • Craniocerebral Trauma
  • Child

Cite this