Hættumat vegna vatnsflóða í Ölfusá

Emmanuel Pagneux, Matthías Á. Jónsson, Bogi B. Björnsson, Sif Pétursdóttir, Njáll F. Reynisson, Hilmar B. Hröðmarsson, Bergur Einarsson, Matthew James Roberts

Research output: Book/ReportResearch report

Abstract

Skýrslan gefur yfirlit yfir mat á hættu vegna vatnsflóða í Hvítá í Árnessýslu og Ölfusá. Flatarmál þess svæðis sem hættumatið nær yfir er 800 km2, frá og með Auðsholtshverfi þar sem Tungufljót, Litla-Laxá og Stóra-Laxá sameinast við Hvítá, niður til ósa Ölfusár. Gerð er grein fyrir vatnsflóðum við vatnshæðarmæli 64 á Selfossi með 25, 100 og 200 ára endurkomutíma sem og flóðum af völdum ísstíflna sem geta, samkvæmt sögulegum gögnum haft meiri útbreiðslu á ákveðnum svæðum en 200 ára vatnsflóð. Útbreiðsla flóðasviðsmynda og tjónmætti flóðvatns voru metin.
Original languageIcelandic
PublisherVeðurstofa Íslands
Commissioning bodyVeðurstofa Íslands
Publication statusPublished - 1 Dec 2019

Cite this