Háskólar, kreppa og vísindi: Pistillinn

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kreppa hefur gengið yfir íslenskt samfélag á þessu ári og mun halda áfram enn um sinn. Tekjur ríkissjóðs hafa dregist saman og samdráttur verður í útgjöldum á þessu ári og þeim næstu. Langstærstur hluti menntastofnana er í opinberum rekstri og þær sem teljast
vera í einkarekstri sækja stærstan hluta tekna sinna til ríkis eða sveitarfélaga. Framtíð menntastofnana í landinu er að mótast þessa mánuðina og alls ekki ljóst hvernig hún kemur til með að verða. Ég hyggst í þessum pistli fara fáeinum orðum um möguleg áhrif samdráttar ríkisútgjalda á starfsemi íslenskra háskóla,
kennslu og rannsóknir, og hver gætu og/eða ættu að vera viðbrögð háskólanna við þessum nýju þjóðfélagsaðstæðum.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)7-13
Number of pages7
JournalTímarit um menntarannsóknir
Volume6
Issue number1
Publication statusPublished - 2009

Other keywords

  • Universities
  • Financing

Cite this