Greining klamydíusýkinga með ræktun, chlamydiazyme® - prófum og staðfestingarprófum þeirra

Ólafur Steingrímsson, Karl G. Kristinsson, Jón Hjaltalín Ólafsson, Sigfús M. Karlsson, Raymond W. Ryan

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

A study was conducted by comparing the results from 5568 patients from the years 1987 and 1990, which had Chlamydia culture and Chlamydiazyme®-tests done at the same time, to assess the feasibility of using different breakpoints in the Chlamydiazyme®-test for males and females, or reporting out grey-zones. Confirmatory tests were done on 247 positive specimens and calculations were done to assess the feasibility of doing confirmatory tests on samples with high but negative values. If the breakpoint can be lowered by 40 to 50% to 0.060 without significantly decreasing the specificity, the sensitivity in males will increase to 84% from just over 70%. Based on this, a decision has been reached to do confirmatory tests on all specimens with Chlamydiazyme-values 0.060 or higher. Results with values above the official cutoff will be reported as positive if the confirmatory test is positive. Negative results with values above 0.060 will be reported as suspicious if the Confirmatory test is positive.
Í rannsókninni voru bornar saman niðurstöður klamydíuræktunar og Chlamydiazyme®-prófa hjá 5559 sjúklingum frá árunum 1987 og 1990, þar sem bæði prófin höfðu verið gerð samtímis. Reynt var að meta ávinning af því að breyta viðmiðunargildum Chlamydiazyme®-prófsins og nota mismunandi gildi fyrir karla og konur. Einnig var reynt að taka afstöðu til þess hvort breyta ætti túlkun niðurstaðna og búa til grátt svæði þannig að niðurstaða prófsins teldist jákvæð, neikvæð eða vafasöm. Staðfestingarpróf voru gerð með 247 jákvæðum sýnum og var reynt að meta gildi þess að gera staðfestingarpróf á hátt neikvæðum sýnum. Í ljós kom að væru viðmiðunargildi lækkuð um 40-50% (í um það bil 0.060), myndi næmi prófsins aukast í 84% hjá körlum úr um 70%, án þess að sértæki minnkaði. Því hefur verið ákveðið að gert verði staðfestingarpróf þegar Chlamydiazyme®-próf eru 0.060 eða hærri. Ef niðurstaða prófsins er hærri en viðmiðunargildin, sem framleiðandinn mælir með og staðfestingarprófið er jákvætt, verður prófinu svarað sem jákvæðu, en ef niðurstaða prófsins er undir þessum mörkum en hærri en 0.060, verður prófinu svarað sem grunsamlegu
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1991

Other keywords

  • Kynsjúkdómar
  • Klamýdía
  • Chlamydia Trachomatis
  • Chlamydia Infections
  • Immunoenzyme Techniques

Cite this