Greining keðjukokka-hálsbólgu á heilsugæslustöð : mótefnavakapróf eða ræktun?

Karl G. Kristinsson, Þórður G. Ólafsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Hálsbólgur eru sums staðar meðal algengustu ástæðna þess að sjúklingar leita læknis (1) og þótt þær séu oftast af völdum veira þá eru hálsbólgur af völdum /?-hemólýtískra keðjukokka af flokki A, Streptococcus pyogenes, mikilvægastar. S. pyogenes er talinn valda 15-30% hálsbólgu (2). Mikilvægt er að meðhöndla sýkingarnar til að koma í veg fyrir síðkomnar afleiðingar svo sem gigtsótt og bráða nýrnahnoðrabólgu, en einnig til að draga úr ígerðarhættu á sýkingarstað. Hálsbólgur af völdum /3-hemólýtískra keðjukokka af flokkum C og G eru vel þekktar, en mun sjaldgæfari en S. pyogenes hálsbólgur (3,4). Enn sjaldgæfara (<1%) er að aðrar bakteríur (Corynebacterium diphtheriae, Corynebacterium haemolyticum, Neisseria gonorrhoea og örverur Vincent's anginu) valdi hálsbólgu. Sérstakar aðferðir þarf til þess að greina þær og þarf að geta þess sérstaklega á rannsóknarbeiðni sé grunur um slíkar sýkingar. Allt fram á síðustu ár hefur verið ókleift að greina orsök hálsbólgu án ræktunar (5) og hún tekur a.m.k. 16 klst. Þótt töf á niðurstöðu geti seinkað meðferð kerhur það lítið að sök (6), en hins vegar leiðir hún til þess að margir fá sýklalyf að nauðsynjalausu. Próf sem gæti greint 5. pyogenes hálsbólgur á nokkrum mínútum ætti því að gera meðferð hálsbólgna markvissari. A síðustu árum hafa komið á markað fjöldi prófa sem greina S. pyogenes í hálsstrokum. Hér á eftir fylgja niðurstöður úr könnun á einu þessara prófa á heilsugæslustöð.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 1990

Other keywords

  • Hálsbólga
  • Sýkingar
  • Streptococcus pyogenes
  • Pharyngitis
  • Pharyngitis Diagnosis

Cite this