Getur fiberotomia aukið stöðugleika eftir tannréttingameðferð?

Kristín Heimisdóttir, Bjarni Elvar Pjetursson, Sabine Ruf, Urs Gebauer, Niklaus P Lang

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Mælt hefur verið með að gera fiberotomiu eftir tannréttingameðferð til að auka stöðugleika. Sú kenning var prófuð í þessari rannsókn. Efni og aðferðir: Níu einstaklingar sem voru að ljúka tannréttingameðferð voru valdir til að taka þátt. Neðri boginn var fjarlægður úr sporum, fiberotomia var framkvæmd í annarri hlið frá augntönn til miðframtannar en hin hliðin þjónaði hlutverki viðmiðunarhóps. Í byrjun og á 4 vikna fresti í allt að 6 mánuði voru tekin mát og ljósmyndir. Irregularity Index Little var notaður til að mæla þrengsli á módelum, en ljósmyndir af módelum voru skannaðar inn og tölvuforrit greindi allar breytingar sem urðu á tönnum á tímabilinu. Hliðrunarhreyfingar sem og snúningshreyfingar sem og breytingar á tannholdsindexum voru skráðar. Hvorug mælingaraðferðin sýndi marktækan mun á stöðugleika í þeirri hlið sem var skorin miðað við viðmiðunarhóp. Tannhold skaðaðist ekki við fiberotomiuna. Niðurstöður: Þar sem fiberotomia virðist ekki auka stöðugleika tanna eftir tannréttingameðferð, er ekki hægt að mæla með aðferðinni.
Introduction: Circumferential septal fiberotomy (CSF) following orthodontic treatment has been propagated to improve stability and prevent relapse of tooth alignment. The hypothesis of no difference of performed CSF and controls was tested. Material and Methods: In 9 consecutively admitted patients at the end of orthodontic tooth alignment the lower archwire was removed. CSF was performed from canine to the central incisor on a randomly chosen side, while the contralateral side served as unsurgerized control. At baseline and every 4 weeks up to 6 months, study casts were taken and 1) analyzed using the Irregularity Index of Little and 2) photographed, traced and superimposed digitally. The translational and rotational movements of teeth as well as gingival parameters were analyzed as well. By using the II and by superimposing the tracings, no statistically significant differences were found between test (CSF) and control sides for any parameters. Moreover, CSF did not impinge on the gingival tissues. Conclusion: Since CSF did not improve stability of orthodontically aligned teeth nor prevent relapse during the healing phase of up to 6 months, CSF should not be recommended following orthodontic therapy. Key words: Fiberotomy, orthodontic treatment, stability, rotational relapse, gingival recessions
Original languageIcelandic
Pages (from-to)6-13
JournalTannlæknablaðið
Volume27
Issue number1
Publication statusPublished - 2009

Other keywords

  • Tannlækningar
  • Tannréttingar

Cite this