Geðlyfjanotkun á elli- og hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæðinu árið 1996

Hilmar Kjartansson, Pálmi V. Jónsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Introduction: Psychiatric symptoms, with or without dementia, are very common among institutionalized elderly and often treated with medications. Because of age-related changes in pharmacokinetics and polypharmacy in this age group, such treatment is precarious. A recent study showed that use of psychotropics in Icelandic nursing homes is two to three times more common than in Sweden and Denmark. The goal of this study was to register psychiatric symptoms, indications for treatment, psychotropic drug use, dosages and treatment efficacy with quality in mind. Material and methods: One hundred and fifteen individuals in five residential and nursing homes in the Greater Reykjavík area were evaluated. Fifty were on three specialized dementia units, and 65 on two residential units. Information on the number of psychotropic medications, types, dosages and treatment duration were collected. Nurses, familiar with the residents, evaluated the symptoms and treatment efficiacy. Results: Only 16% were without psychotropic medications, 39% on one type, 36% on two types and 9% on three types. On the dementia and residential units there was similar use of antidepressants (30% vs 38%), and hypnotics and tranquilizers (66% vs 71%). On specialized dementia units 62% took neuroleptic medications but only 15% on residential units. On residential units the most common symptoms were sleep disturbances and depression. Symptoms improved during treatment in 60-98% of cases according to the caring nurses. In the antidepressant drug group dosages or medications had been chanced in 65% of cases over six months. For the other groups a change of dose had been made in 45% of cases over six months. Half of those using antidepressant medications received newer types of antidepressants. Of those who received hypnotics or tranquilizers, 46 individuals received medications with t1/2 >20 hours. Discussion: The use of psychotrophic medications in the institutionalized elderly is prevalent. The greater use of antidepressants in Iceland compared to Sweden and Denmark might suggest better treatment of depression in Iceland, as many foreign studies have suggested that depression among the elderly is underdiagnosed and undertreated. The high use of hypnotics and tranquilizers, the choice and dosages however evoke concern considering possible side effects, such as falls, and raises the question if there are any alternative non-pharmacologic forms of treatment.
Inngangur: Geðræn einkenni, tengd eða ótengd heilabilun, eru algeng meðal vistmanna á stofnunum fyrir aldraða og oft meðhöndluð með lyfjum. Vegna aldurstengdra breytinga er snerta umbrot, útskilnað og milliverkanir lyfja svo og fjöllyfjanotkunar er slík meðferð vandasöm. Rannsóknin Daglegt líf á hjúkrunarheimili sýndi að geðlyfjanotkun á íslenskum stofnunum er tvisvar til þrisvar sinnum algengari en á sambærilegum stofnunum í Svíþjóð og Danmörku. Markmið þessarar könnunar var að skrá geðræn einkenni, ábendingar fyrir geðlyfjanotkun og árangur meðferðar með gæði meðferðar í huga. Efniviður og aðferðir: Árið 1996 voru metnir 115 einstaklingar á fimm elli- og hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 50 voru á þremur heilabilunareiningum og 65 á tveimur þjónusturýmiseiningum. Safnað var upplýsingum um fjölda geðlyfja, tegundir, skammtastærðir og tímalengd meðferðar. Hjúkrunarfræðingur lagði mat á einkenni og árangur meðferðar. Niðurstöður: Einungis 16% voru án geðlyfja, 39% voru á einum flokki, 36% á tveimur og 9% á þremur flokkum. Á heilabilunareiningum og í þjónusturými var notkun á geðdeyfðarlyfjum svipuð (30%, 38%) og á róandi og svefnlyfjum (66%, 71%). Hvað varðar notkun sterkra geðlyfja var hins vegar mikill munur og reyndust 62% einstaklinga á heilabilunareiningum á þeim en aðeins 15% í þjónusturými. í þjónusturými voru svefntruflanir (72%) og þunglyndi (30%) algengustu einkennin. A heilabilunareiningum eru þessi einkenni einnig algeng en að auki eru yfir 50% með kvíða, óróleika og/eða geðrofseinkenni. Einkenni löguðust við meðferð í 60-98% tilvika, mismunandi eftir einkennum. Upplýsingar um tímalengd meðferðar leiddu í ljós að meðferð var iðulega hagrætt. Geðdeyfðarlyfjum hafði verið breytt eða skömmtum hagrætt hjá 65% innan sex mánaða. Sambærilegar tölur fyrir hina lyfjaflokkana eru 45%. Þetta tíðar lyfjabreytingar benda til að eftirlit sé allnáið. Helmingur þeirra sem voru á geðdeyfðarlyfjum voru á nýrri tegundum þeirra. í róandi- og svefnlyfjaflokknum voru 46 einstaklingar á lyfjum með helmingunartíma lengri en 20 klukkustundir og voru fimm þeirra á stórum skömmtum. Umræða: Andleg vanlíðan einstaklinga á stofnunum er mjög algeng og skýrir að nokkru mikla geðlyfjanotkun þar. Notkun geðdeyfðarlyfja á íslandi er helmingi meiri en hjá grannþjóðum og gæti verið vísbending um að íslenskir læknar greini og meðhöndli þunglyndi oftar, en erlendar heimildir telja að þunglyndi aldraðra sé iðulega vangreint og vanmeðhöndlað. Hin háa notkun svefn- og kvíðastillandi lyfja, val þeirra og skammtastærðir gæti hins vegar leitt til aukaverkana, svo sem byltna, og vekja upp spurningar um það hvort önnur úrræði séu ekki fyrir hendi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Sept 1999

Other keywords

  • Hjúkrunarheimili
  • Aldraðir
  • Lyfjanotkun
  • Geðlyf
  • Nursing Homes
  • Antidepressive Agents
  • Aged

Cite this