Geðlyfjameðferð barna og unglinga : yfirlitsgrein

Helga Hannesdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Síðastliðin 30 ár hafa geðlyf verið notuð til að hafa áhrif á atferli og tilfinningalíf, bæði hjá börnum og fullorðnum. Geðlyf fyrir fullorðna hafa verið notuð í mun lengri tíma. Í barna- og unglingageðlækningum er hlutverk barnageðlæknis að greina vandamál eftir sögu, skoðun og rannsóknarniðurstöðum. Síðan er reynt að meta hvaða meðferð hentar best eftir einkennum, þroska, greindarfari barns og fjölskylduaðstæðum. Jafnframt þarf að kanna hæfni sjúklings til þess að gangast undir, annað hvort sállækningameðferð eða lyfjameðferð. Við matið er mikilvægt að líta ekki fram hjá meginorsakavaldi að vandamálum eins og til dæmis lífefnafræðilegum eða lífeðlisfræðilegum afbrigðilegheitum. Í barnageðlækningum er oft talað meira um óæskilega hegðun eða lélega aðlögunarhæfileika hjá barni vegna áhrifa umhverfis eða foreldra, þannig að rætur sjúkleikans liggja bæði hjá börnum, foreldrum og í umhverfinu. Algengt er því, að börnum og unglingum sé gefið lyf vegna atferliseinkenna þeirra. Í flestöllum tilfellum nægir hinsvegar ekki einungis lyfjagjöf heldur verður jafnframt að beita annarri meðferð. Notkun geðlyfja fyrir börn og unglinga hefur takmarkast þó nokkuð við eirðarleysiseinkenni, alvarleg hegðunarvandamál, minni háttar heilaskaða (misþroskaeinkenni), þunglyndi og einhverfu eða geðklofaeinkenni og einnig vangefni (1). Notkun þríhringlaga geðdeyfðarlyfja fyrir börn og unglinga hefur verið talsverð á undanförnum árum í sambandi við rúmmigu (funktional enuresis) og einnig í sambandi við svefnörðugleika.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1992

Other keywords

  • Geðlyf
  • Börn
  • Lyf
  • Adolescent
  • Child
  • Psychotropic Drugs

Cite this