Abstract
Gallsteinar og fylgikvillar þeirra eru með algengustu innlagnarástæðum á skurðdeildir. Meðalalgengi gallsteina er um 20% og virðist sem innlögnum og aðgerðum vegna þeirra fari fjölgandi.
Gallsteinar myndast yfirleitt í gallblöðrunni en geta einnig myndast í galltré innan eða utan lifrar. Stærstur hluti þeirra er úr kólesteróli sem frásogað er úr fæðunni.
Ákveðnir hópar einstaklinga eru í meiri hættu á að mynda gallsteina og má sem dæmi nefna konur, einstaklinga í ofþyngd og þá sem hafa lést mikið á stuttum tíma. Langflestir sem hafa gallsteina fá aldrei einkenni vegna þeirra en líkur á fylgikvillum gallsteina eru um 2% á ári.
Gallsteinar geta valdið verkjum eða öðrum fylgikvillum sem krefjast meðferðar og eftirlits skurðlækna og sérhæfðra speglunarlækna. Hér verður farið yfir meingerð, fylgikvilla, greiningu og meðferð.
The prevalence of gallstones is 20 % making it one of the most common causes for admissions to surgical wards. It seems that admissions and operations for gallstone disease are increasing. Gallstones are formed in the gallbladder but can also form in the biliary tree and most are made of cholesterol which is absorbed from the diet. Risk factors for gallstones and gallstone related disease are for example female gender, obesity and rapid weight loss. Most patients with gallstones never experience any symptoms but the risk of presenting with complications related to gallstones is two percent per year. Patients with gallstones can present with pain or other more serious complications that demand surgical treatment and follow-up. This article will cover pathophysiology, complications, diagnosis and treatment of gallstone disease.
Translated title of the contribution | Gallstones - review |
---|---|
Original language | Icelandic |
Pages (from-to) | 464-472 |
Number of pages | 9 |
Journal | Læknablaðið |
Volume | 106 |
Issue number | 10 |
DOIs | |
Publication status | Published - Oct 2020 |