Gallkaganir á Landspítalanum : fyrstu 353 tilfellin

Kristján Óskarsson, Margrét Oddsdóttir, Jónas Magnússon

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: Since the first laparoscopic cholecystectomy done at the Department of Surgery in November 1991, our aim has been to operate on all presenting patients by this method. Material and methods: From November 17th 1991 until September 30th 1994, 384 cholecystectomies were performed. Open cholecystectomy was performed in 31 patients. The most frequent causes for open operation were; suspected stones in the choledochus, acute cholecystitis or biliary sepsis. The objective of this study was to determine the frequency of procedure-related complications and the frequency of conversion to open surgery. Furthermore, the operation time, the length of post-operative hospital stay, mortality and morbidity were studied. Results: A retrospective analysis of patients undergoing cholecystectomy during this period was performed. Post-operatively patients were also contacted by telephone. There were 121 males and 263 females, ranging between three and 91 year of age. Mean age was 53.2 years. Urgent operations (operation performed after emergency admission) were 43.9%, being highest in the last period of the study. Conversion to open surgery was needed in 63 cases (17.8%). The reasons were; adhesions (39.7%), unclear anatomy (17%) and bleeding (15.9%). Conversion rate was 13% for elective operations but 24% for acute cases. Reoperation was needed in 11 cases (3.8%). Seven patients were reoperated during the same hospital admission but four later on. The reasons were; bleeding (four), bile leakage (three), common duct stone (two), subphrenic abscess (one) and injury to the common bile duct (one). One patient (83 years old male) died of pulmonary embolus after a converted operation. The mean operation time for laparoscopic cholecystectomy was 94.9 minutes (30-210 minutes). For the first 100 operations the mean operative time was 99.3 minutes but 85.5 minutes for the last 100. The mean hospital stay after laparoscopic cholecystectomy was 3.1 days (ranging from just few hours to 60 days). Data on 257 patients after laparoscopic cholecystectomy showed that the mean loss of work or preoperative activity level was 17.6 days (2-87 days). There was a statistically significant difference between preoperative activity level in the emergency versus the elective group (21.4 or 15 days, p<0.05). Conclusions: We conclude that laparoscopic cholecystectomy is a safe procedure and its safety will increase as surgeons gain more experience. Furthermore, this technique may be recommended for elective and emergency cases. Shorter hospital stay and fewer working days lost, followed by decreased expenses both for the patient as well as the community as a whole, must also be considered as a major advantage.
Inngangur: Í nóvember 1991 voru fyrstu gallkaganirnar á Landspítalanum gerðar. Frá upphafi var tekin sú stefna að reyna gallkögun án tillits til bráðleika eða fyrri aðgerða ef um gallsjúkdóm var að ræða. Efniviður og aðferðir: Frá 17. nóvember 1991 til 30. September 1994 voru framkvæmdar 384 gallblöðruaðgerðir á Landspítalanum en í 31 tilfelli farið beint í opna aðgerð og var algengasta ástæða þess grunur um steina í gallpípu, en einnig mikið bólgin gallblaðra eða bráðveikir sjúklingar með gallvegasýkingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga tíðni fylgikvilla, athuga hversu oft snúa þurfti gallkögun í opna aðgerð, finna aðgerðar- og legutíma og hversu fljótt sjúklingar ná upp fyrri færni eftir aðgerð. Niðurstöður: Sjúkraskrár voru yfirfarnar og haft var samband við sjúklinga símleiðis. Karlar voru 121 og konur 263. Aldursdreifing var 3-91 ár en meðalaldur 53,2 ár. Meðalhlutfall bráðaaðgerða (aðgerð í kjölfar bráðainnlagnar) var 43,9% en jókst er leið á tímabilið. Snúið var yfir í opna aðgerð í 63 tilfellum (17,8%) af 353 sjúklingum sem gallkögun var reynd á. Orsakir voru margvíslegar en algengastar voru samvextir (39,7%), óljós líffæraskipan (17%) og blæðing (15,9%). Tíðni opnunar var 13% við valaðgerðir (operation of choice) en 24% við bráðaaðgerðir. Enduraðgerðar þurfti við í 3,8% tilfella, sjö voru framkvæmdar í sömu legu og fjórar síðar. Orsakir voru blæðing (n=4), gallleki (n=3), steinn í gallpípu (n=2), sýking undir þind (n=l), og skaði á gallpípu (n=l). Eitt dauðsfall (83 ára karl) varð, en gallkögun hafði verið snúið í opna aðgerð. Sjúklingur lést vegna blóðtappa í lungum. Meðalaðgerðartími fyrir þá sem tókst að ljúka gallkögun hjá var 94,9 mínútur (30-210 mín.). Fyrir fyrstu 100 sjúklingana var aðgerðartími 99,3 mín en 85,5 mínútur hjá síðustu 100 að meðaltali. Meðallegutími var 3,1 dagur eftir gallkögun (frá fáeinum klukkustundum upp í 60 daga). Fyrir liggja svör um vinnutap hjá 257 manns eftir kögun. Meðallengd fjarveru var 17,6 dagar (2-187 dagar). Marktækur munur er á lengd fjarvista eftir því hvort um bráða- eða valaðgerð er að ræða (21,4 á móti 15 dögum). Ályktanir: Niðurstaða okkar er sú að gallkaganir feli í sér litla hættu á stærri fylgikvillum og með aukinni færni skurðlækna minnki líkur á alvarlegum fylgikvillum enn frekar. Okkar mat er að þessi aðgerðartækni eigi fullan rétt á sér hvort sem um bráðaaðgerð eða valaðgerð er að ræða. Einnig er vert að benda á að með styttri legutíma og styttri fjarveru frá vinnu og daglegum athöfnum sparast gífurlegir fjármunir bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jun 1998

Other keywords

  • Gallkögun
  • Fylgikvillar
  • Cholecystectomy, Laparoscopic
  • Iceland

Cite this