Gagnsemi röntgenmyndatöku við mat á skútabólgu hjá ungum börnum

Robert Kaatee, Þórólfur Guðnason, Ásmundur Brekkan

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Abnormal radiographs of the paranasal sinuses are thought to be unreliable indicators of acute sinus infection in children. Asymmetry of sinus development, overlying soft-tissue swelling, or both can produce difference in the apparent aeration of the paranasal sinuses. A prospective clinical-radiographic study was undertaken to assess the utility of the various views, taken at a radiographic examination of small children, clinically suspected of paranasal sinus infection. The puipose was to find out if any of the three conventional views; Waters', Caldwell and straight lateral could be omitted without compromising the diagnostic information. Primarily, 70 children under six years of age were examined. To evaluate the response to therapy, 34 children were referred for follow-up examination. The radiographic findings were analysed in correlation with their clinical status after treatment. Fifty-nine of the children (86%) had radiographic evidence of pathology in the paranasal -sinuses. The maxillary sinuses were always involved in the sinus pathology. The Waters' view was found to be the most valuable to identify the presence of sinus disease. The radiographic findings found in the follow-up corresponded to the clinical status in 91%. Conclusion: 1. In this age group Roentgen examination of the paranasal sinuses is a reliable and valuable adjuvant to the clinical diagnosis. 2. In the majority of these cases only one radiographic projection (Waters') was needed to give the diagnosis.
Alveg fram á síðustu ár hefur víða ríkt nokkur vafi á gagnsemi venjulegra röntgenmynda til greiningar skútabólgu hjá ungum börnum. Af þeim sökum meðal annars hefur skútabólga oft verið van- eða undirgreind hjá þeim aldurshópi. Gerð var framskyggn samanburðarskoðun á niðurstöðum röntgengreiningar og klínísks mats til þess að meta notagildi hinna ýmsu mynda sem teknar eru til röntgengreiningar á skútabólgu hjá litlum börnum. Tilgangurinn var að meta hvort sleppa mætti einhverri hinna þriggja hefðbundnu mynda; með Waters-stefnu, Caldwell-stefnu eða beinni hliðarmynd, án þess að rýra greiningargildi rannsóknarinnar um of. Í fyrstu lotu voru 70 börn yngri en sex ára röntgenmynduð. Þrjátíu og fjögur þeirra komu í endurtekna röntgenmynd. Niðurstöður röntgenrannsóknanna voru bornar saman við klínískt ástand. Hjá 59 börnum röntgengreindust einkenni um sjúklegar breytingar í skútum. Í öllum tilvikum voru afbrigðilegar breytingar í kjálkabeinsholum. Myndir teknar með Waters-stefnu reyndust áreiðanlegastar í greiningu sjúklegra breytinga í skútum. Í eftirrannsókninni var fullt samræmi milli röntgenmyndar og klínísks ástands í 91% tilfella. Ályktun: 1. Röntgenmyndataka er áreiðanleg og verðmæt stuðningsrannsókn við greiningu skútabólgu hjá þessura aldurshópi. 2. Í langflestum tilvikum nægir ein mynd, tekin með Waters-stefnu, til greiningar
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Apr 1993

Other keywords

  • Börn
  • Skútabólga
  • Myndgreining
  • Infant
  • Sinusitis
  • Radiography

Cite this