Gæðamat í félagsvísindum : sjónarhorn félagsráðgjafar

Sigrún Júlíusdóttir, Gísli Árni Eggertsson, Guðrún Reykdal

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangurinn með þessari grein er að kynna hugmyndir um hvernig stuðla megi að auknum áreiðanleika og traustari stöðu rannsókna í félagsvísindum. Skipulegt og gagnrýnið gæðamat hefur um langt skeið verið viðtekin krafa í útgáfu virtra og viðurkenndra vísindatímarita í félagsvísindum sem á öðrum sviðum. Hins vegar hef ur til skamms tíma verið skortur á almennum samræmdum viðmiðum og sérhæfðu eftirliti með gæðum og áreiðanleika rannsóknaniðurstaðna ásamt auðveldu aðgengi að þeim. Einnig hefur skort á kerfisbundin tengsl milli rannsóknanna sjálfra og beitingar þeirra í ákvörðunum um aðgeröir og vinnubrögð á vettvangi. Hér á eftir er sagt frá nýlegri starfsemi sem hefur slíku hlutverki að gegna. Sagt er frá forsendum og tilurð alþjóðastofnananna Cochrane Collaboration á sviði heilbrigðisþjónustu og hinni nýju Campbell Collaboration á sviði félagsþjónustu. Einnig er gerð grein fyrir markmiðum þessa starfs og hugtökum sem þar er byggt á, eins og til dæmis þekkingarmiðaðri félagsráðgjöf (e. knowledge based practice), gagnamiðaðri félagsþjónustu (e. evidence based service) og ferlisgrunduðu rannsóknamati (e. random systematic trials/systematic reviews). Þá er leitast við að tengja þessa kynningu vísindasögulegri sýn, m.a. hvernig vettvangstengdar fræðigreinar eins og félagsráðgjöf byggja á öðruvísi hugmyndafræði, viðhorfi til þekkingar, rannsóknarnálgun og siðfræði en hefðbundnar raun- og náttúruvísindagreinar. Vikið er að gildi þess að sérfræðiþekking og reynsla bæði faghópa og jaðarhópa komist til skila í rannsóknarferlum. Nokkur gagnrýnin sjónarmið eru sett fram með varnaðarorðum um hvernig hugmyndir um altækt gæðamat og stöðluð viðmið geta stangast á við fagsiðfræðileg atriði sem snerta ýtrasta markmið rannsókna á manninum sem tilfinninga- og félagsveru. Að lokum er sagt frá þróuninni á Norðurlöndum og hvaða verkefni heyra nú til friðar íslenskra félagsvísinda og þá einkum á sviði félagsráðgjafar, félagsþjónustu og stefnumörkunar.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2004

Other keywords

  • Félagsvísindi
  • Félagsráðgjöf
  • Gagnreynd læknisfræði
  • Rannsóknir
  • Evidence-Based Practice
  • Social Work

Cite this