Abstract
Í nýliðnu góðæri bjó heilbrigðisþjónustan við aðhald og sparnað því ekki mátti auka þenslu í þjóðfélaginu. Sagt var að betri tímar væru í nánd þegar slaknaði á þenslu, nýtt sjúkrahús yrði byggt með augljósri hagræðingu og heilsugæsla efld. En eftirlitslaus markaðshyggja var allsráðandi og jafnvel virðist litlu hafa mátt muna að heilbrigðiskerfið yrði blindri nýfrjálshyggju að bráð. Í einni svipan féllu leiktjöldin og við blasti meiri spilling og óstjórn en nokkurn gat órað fyrir. Þjóðin skuldum vafin, atvinnuleysi og kreppa. Heilbrigðisstjórnvöld krefjast mikils sparnaðar en talsmáti þeirra er torskilinn. Í nálægð kosninga er reynt að telja þjóðinni trú um að þjónusta heilbrigðiskerfis muni ekki skerðast!
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Feb 2008 |
Other keywords
- Heilbrigðisþjónusta
- PubMed - in process