Frumeinkenni og farnaður 20 kvenna með ofgnótt mjólkurhormóns í blóði

Sigurður Þ. Guðmundsson, Ólafur Kjartansson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The presentation and fate of 20 women, aged 22 to 50 years, diagnosed with hyperprolactinemia from April 1977 to March 1986 are described. Their follow-up spans 4 to 14 years to March 1990. Original complaints were 2° (7) or 1° (1) amenorrhea, 2° (5) or 1° (1) infertility, and two each with galactorrhea or acute headaches. Galactorrhea was demonstrable, however, in 14 of the 20 women at initial examination. Fifteen women were or had been on contraceptive therapy (10) alone or connected with other hormonal therapy (5). One woman had 1° hypothyroidism and another presented with galactorrhea of seven years after removal of suprasellar meningeoma in 1970. Subsequently CT-scans of the sella turcica 15 and 19 years after surgery revealed prolactinoma-like lesion. Eleven other women had prolactinoma on CT-scans, seven of which were microadenomas and four macroadenomas, according to the grading of Hardy. Hyperprolactinemia was corrected with bromocriptine therapy in 19 instances and thyroxine in one resulting in alleviation of menstrual irregularities, 25 pregnancies and 19 living babies, and disappearance of acute headaches and visual disturbances. Presently 14 women continue bromocriptine therapy, and one remains on thyroxine lifelong. Adverse affects of bromocriptine therapy were very common with only three women reporting no ill affects and twice side affects were so severe as to necessitate discontinuation of treatment.
Sjúkleg ofgnótt mjólkurhormóns í blóði (hyperprolactinemia) er heilsuspillir og blæbrigði þeirra spjalla margvísleg (sjá töflu I). Einstaklingar beggja kynja fá ofþéttni hormónsins, konur þó mun oftar. Aldursdreifing er víð, eða frá fyrstu stigum kynþroska fram á miðjan aldur að minnsta kosti. Mjólkurýringur (galactorrhea) úr brjóstum án tengsla við meðgöngu og barnsburð var lengi vel álitinn aðaleinkenni ofgnóttarinnar og hafði fyrirbrigðinu verið veitt athygli við margvíslegar aðstæður, svo sem fram kom í yfirlitsgrein Schwartz 1973 (1) samanber töflu II, en þar vekur athygli, að ekki er minnst á mjólkurhormónæxli (prólaktínóma) sem orsakavald. Orsakirnar sem nú eru þekktar eru taldar upp í töflu III. Árið 1973 birtust tvær greinar um mjólkurhormónæxli samfara dæmigerðum einkennum (2, 3) og síðan er ljóst, að ofgnóttin tengist oft fjölgun eða æxli mjólkurhormónframleiðandi frumna í heiladingli (4), sem langflest eru það lítil að valda ekki einkennum heilaæxlis nema mjög grannt sé skoðað (5). Sjaldnar er ofþéttnin tilkomin vegna röskunar á hömlu- og ræsiþáttum (prolactin-inhibiting-/ releasing factors, PIF- PRF) í heilastúku, og enn sjaldnar samstíga offramleiðslu stýrihormóns skjaldkirtils (TSH) (6), vaxtarhormóns (somatotropin) eða jafnvel af völdum þeirra hormóna. Mjólkurhormóni, sem fimmta hormóni heiladinguls, var fyrst lýst 1933 (7), en áður voru þekktir ACTH, VH, TSH og FSH-LH. Margir efuðust og sannfærðust ekki fyrr en óyggjandi mælingar voru kynntar 1971 (8) og hormóninn hreinframleiddur úr heiladinglum manna 1972 (9). Hérlendis hafa prólaktínmælingar verið tiltækar frá 1974, fyrst með hjálp Medicinsk Laboratorium í Kaupmannahöfn, en 1979 voru geislamótefnamælingar þróaðar á rannsóknastofu Landspítalans (10) og síðar á öðrum stofnunum. Rannsóknir á verkun dópamínagónista leiddu til uppgötvunar brómergókriptíns 1968 og áhrifa þess á myndun mjólkurhormóns (11), enda þótt þekking á samsetningu og verkun hans væri hvergi nærri fullkomin. Gjörvirk áhrif brómergókriptíns á ofgnótt mjólkurhormóns af öllu tagi hafa síðan verið staðfest og umfjölluð í urmul greina. Kveikjan að söfnun sjúklinga með ofgnótt mjólkurhormóns voru erindi ýmissa frumherja í klínískum rannsóknum á þessu sviði, flutt á fjögurra vikna námskeiði í innkirtlafræðum í London 1972 (12) og aðgengi íslenskra lækna að áreiðanlegum mjólkurhórmóomælingum 1974. Á þingi Félags íslenskra lyflækna 1986 voru kynnt fyrstu 20 tilfellin, greind af höfundi fram til 1985 (13). Þessum sjúklingahópi eru hér gerð ítarlegri skil.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Aug 1991

Other keywords

  • Hyperprolactinemia
  • Galactorrhea
  • Prolactinoma
  • Growth Hormone

Cite this