Frjófrumuæxli í eistum önnur en sáðkrabbamein : gerbreyttar horfur : afturskyggn rannsókn á Íslandi 1971-1995

Reynir Björnsson, Tómas Guðbjartsson, Kjartan Magnússon, Einar G. Guðlaugsson, Sigurður Björnsson, Guðmundur Vikar Einarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Introduction: Survival of patients with testicular cancer has changed dramatically over the last two decades. This is mainly related to more successful chemotherapy, using combinations of drugs including cisplatinum. Therapy with cisplatinum was started in 1978 in Iceland. The survival of Icelandic men with non-seminoma testicular cancer, before and after this change in therapy, is not known. Objective: Therefore a retrospective population-based study was carried out on all Icelandic males diagnosed with non-seminoma testicular cancer between 1971 and 1995. Material and methods: Fifty-seven males with an average age of 29.1 years (range 17-52) were included in the study. Clinical information was obtained from the Icelandic Cancer Registry and hospital records. All specimens were reexamined by a pathologist and the modified staging system of Boden and Gibb was used for staging the disease. Crude survival was evaluated with the Kaplan-Meier method. Results: Age standardized incidence for non-seminoma testicular cancer was 1.8 / 100,000 males per year for the whole period. Among the 57 patients, testicular swelling (93%) and pain (56%) were the most common symptoms at diagnosis. All 57 patients underwent orchiectomy, and 37 received chemotherapy as well. The most common histological type was embryonal carcinoma (44%) and average tumor diameter was 4.3 cm with a range of 1-12 cm. Tventy-six (51%) patients had stage I disease at diagnosis but 10 (17%) had stage IV. Crude five and 10 year survival for the whole group was 85% and 83%. From 1971 to 1977 the crude five year survival was 36% but 98% for the period 1978-1995. In December 1995 seven (64%) of 11 patients diagnosed between 1971-1977 have died of the disease. On the other hand only two patients (4%) diagnosed after 1977 have died as of december 1995. One because of acute myelogenic leukemia, nearly seven years after diagnosis of testis cancer. The other died of teratocarcinoma 12 months after diagnosis despite intensive chemotherapy including cisplatinum. Conclusion: Survival of patients with non-seminoma testicular cancer in Iceland has improved dramatically after the introduction of cisplatinum based chemotherapy in 1978. Of 46 patients diagnosed after 1977 only one (2%) has died because of the disease and median follow up was eight years. The incidence is low compared to other Western countries if Norway and Danmark are not included, were the incidence is much higher. Clinical presentation of the disease is similar between these countries.
Inngangur: Langflest æxli í eistum eru upprunnin í frjófrumum (germ cells) eistans og eru algengustu æxli sem greinast í ungum körlum. Rúmlega helmingur þeirra eru sáðkrabbamein (seminoma). Tæplega helmingur eru frjófrumuæxli með mismunandi og oft blandaðri meingerð, en eru engu aö síður flokkuð saman sem frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein (non-seminoma). Erlendis hefur síðustu tvo áratugi verið sýnt fram á mjög bættar lífshorfur sjúklinga með þessi æxli. Lítil von var um lækningu áður, nema sjúkdómur væri staðbundinn, en ný krabbameinslyf hafa breytt miklu um meðferð við útbreiddum sjúkdómi. Lífshorfur íslenskra karla með þennan sjúkdóm eru ekki þekktar. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti sjúklingar með frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein greinast hérlendis, stigun sjúkdómsins við greiningu, nýgengi, vefjagerð, meðferð og lífshorfur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra karlmanna, sem greindust með þessa gerð æxla á árunum 1971-1995. Upplýsingar um einkenni, aldur, greiningarár, stigun, meðferð og gang sjúkdóms eru fengnar úr sjúkraskrám. Öll vefjasýni voru endurskoðuð af meinafræðingi. Stuðst var við stigunarkerfi kennt við Boden og Gibb og lífshorfur reiknaðar með Kaplan-Meier aðferð. Niðurstöður: Alls greindust 57 sjúklingar á tímabilinu, meöalaldur var 29,1 ár og aldursbil 17-52 ár. Aldursstaðlað nýgengi á tímabilinu var 1,8 fyrir 100.000 karla á ári. Flestir leituðu til læknis vegna fyrirferðar í eista (93%), en aðrir kvörtuðu yfir verk eða þyngslatilfinningu í pung (56%). Tæplega fimmtungur hafði haft einkennin í meira en sex mánuði fyrir greiningu en fæstir (5%) í minna en tvær vikur. Eistabrottnám var framkvæmt í öllum tilvikum. Meðalstærð æxlis var 4,3 cm (1-12 cm). Stigun, byggð á skoðun og rannsóknum, leiddi í ljós að rúmlega helmingur virtist með staðbundinn sjúkdóm við greiningu en 17% með útbreiddan. Af þeim sem virtust vera með staðbundinn sjúkdóm við greiningu fengu 38% meinvörp síðar. Fimm ára lífshorfur hópsins í heild voru 83%. Greinileg breyting verður á lífshorfum eftir að ný lyf komu til sögunnar. Þannig eru fimm ára lífshorfur þeirra, sem greindust fyrir 1978 aðeins 36%, en 98% eftir það. Sjúklingar greindir fyrir 1978 sem létust, gerðu það allir af völdum sjúkdómsins. Af sjúklingum greindum 1978 og síðar hafa tveir látist, annar af völdum sjúkdómsins. Tilgáta: Nýgengi frjófrumuæxla annarra en sáðfrumukrabbameins á Íslandi er svipað og hjá öðrum vestrænum þjóðum, að undanskildum Danmörku og Noregi þar sem sjúkdómurinn er mun algengari. Klínísk einkenni og sjúkdómsstigun eru einnig sambærileg. Lífshorfur sjúklinga hér á landi hafa batnað umtalsvert síðasta áratuginn og má gera ráð fyrir að langflestir læknist jafnvel þótt um útbreiddan sjúkdóm sé aö ræða.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jul 1997

Other keywords

  • Krabbamein
  • Eistu
  • Sáðfrumukrabbamein
  • Testicular Neoplasms
  • Treatment Outcome
  • Iceland

Cite this