Frábrigðilegar berklasýkingar í börnum

Friðrik Sigurbergsson, Þröstur Laxdal

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

We report 6 children with atypical mycobacterial cervical lymphadenitis. Their age ranged from V/i to 9 years. Diagnosis was made by positive cultures from lymph nodes in 4 cases. Two were caused by M. avium-intracellulare complex and two by M. scrofulaceum. The remaining 2 cases were attributed to atypical mycobacteria by granulomas/caseation and acid fast bacilli on histology, along with a positive skin test for atypical mycobacteria. Three of the patients were skin tested with 2 or 3 types of atypical mycobacteria antigens (M. a-i complex, M. scrofulaceum, M. marinum) and T.b. antigens (5 TU), obtained from Statens Serum Institute, Copenhagen. In all instances there was a clear cut difference in response, with the T.b. antigen reaction < 10 mm induration and at least one of the atyp. mycob. antigen reaction >20 mm. The importance of simultaneous Mantoux and atyp. mycob. skin tests in differential diagnosis of mycobacterial disease in children is emphasized.
Árið 1882 uppgötvaði Koch berklabakteríuna, Mycobacterium tuberculosis. Skömmu síðar varð mönnum ljóst, að til voru ýmsar aðrar tegundir mycobacteria, gjarnan kallaðar atypical, anonymous eða non tuberculous mycobacteria á enskri tungu, hér eftir nefndir frábrigðilegir berklasýklar. Þessir sýklar eru víða í umhverfi okkar, m.a. í jarðvegi, vatni, ýmsum dýrum og fæðutegundum svo sem eggjum, grænmeti og mjólk (1-3). Aldrei hefur tekist að sýna fram á smit milli manna. Frábrigðilegir berklasýklar eru þekktir fyrir að menga sýni sem tekin eru til almennrar sýklaræktunar og ræktast raunar stundum frá efri óndunarvegi, magasafa og þvagi án þess að vera sjúkdómsvaldandi (4). Fram undir 1950 var litið á frábrigðilega berklasýkla sem lítt varasama mönnum, en á síðustu áratugum hefur hið gagnstæða orðið æ ljósara og eftir því sem draga tók úr hefðbundnum berklum með tilkomu öflugra berklalyfja, hefur mikilvægi frábrigðilegra berklasýkla farið vaxandi. Árið 1954 birti Runyon flokkunarkerfi fyrir frábrigðilega berklasýkla, sem enn er stuðst við og við hann kennt, og byggir m.a. á mismunandi vaxtarhraða sýklanna og eiginleikum til að mynda litarefni (5). í staðinn fyrir Runyon flokkana 4 er þó í seinni tíð farið að kalla frábrigðilega berklasýkla eigin nöfnum, eftir því sem greiningaraðferðir hafa orðið sérhæfðari og nákvæmari. Af helstu tegundum sem þekktar eru að því að valda sjúkdómum í mönnum, má nefna M. avium-intracellulare, M. scrofulaceum, M. kansasii, M. marinum og M. fortuitum. Tvær fyrst nefndu bakteríurnar eru nánast ónæmar fyrir berklalyfjum og lítið næmar fyrir öðrum sýklalyfjum og hinar hafa mjög hverfult næmi fyrir lyfjum. Hjá fullorðnum er tíðni alvarlegra sýkinga hæst hjá fólki með langvinna lungnasjúkdóma, illkynja sjúkdóma eða ónæmisbilun, t.d alnæmi. Þar eru helstu sjúkdómsmyndir lungnasýkingar, sýkingar í stoðkerfi (beinum, liðsekkjum, liðum) og dreifsáðar sýkingar (4, 6). Hjá börnum eru sýkingar af völdum frábrigðilegra berklasýkla hinsvegar langoftast bundnar við eitla, fyrst og fremst hálseitla. Fyrirferðin er yfirleitt ofarlega á hálsi eða rétt undir kjálkabarði og aðeins öðru megin. Algengasta sjúkdómsmyndin er sú að eitill eða eitlastöð bólgnar nokkuð skyndilega, en helst síðan í svipaðri stærð (1-3 cm) vikum saman. í fyrstu er eitillinn harður átöku og eymslalaus, en á nokkrum vikum eða mánuðum mýkist fyrirferðin og verður dúandi. Þá sést gjarnan roði yfir svæðinu, en enginn hiti. í 10 -20% tilfella opnast síðan fyrirferðin út á yfirborðið og vellur, og getur það ástand haldist í langan tíma, ef ekkert er að gert (7, 8). Þessi börn eru yfirleitt á aldrinum tveggja til fimm ára og heilbrigð að öðru leyti, án hita eða sökkhækkunar. Sumarið 1985 greindust tvö börn með slíkar eitlasýkingar á barnadeild Landakotsspítala. Við nánari eftirgrennslan hjá Rannsóknastofu Háskólans og í skjalasöfnum Landspítala fundust fjögur tilfelli til viðbótar. Alls höfðu þrjú börn verið greind og meðhöndluð á Landakotsspítala, tvö á Landspítala og eitt á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hér verður sjúkrasögum þessara barna gerð nánari skil.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 15 Sep 1988

Other keywords

  • Bakteríusjúkdómar
  • Börn
  • Lyfjameðferð
  • Berklar
  • Mycobacterium Infections, Atypical
  • Tuberculosis
  • Tuberculosis, Lymph Node
  • Child
  • Lymph Nodes

Cite this