Flysjun í slagæðum á hálsi : yfirlitsgrein

Ólafur Árni Sveinsson, Ólafur Kjartansson, Einar Már Valdimarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

In recent years carotid and vertebral artery dissections have been diagnosed more frequently, probably because new imaging techniques are more reliable and they are certainly less invasive. The cause of cervical artery dissections is largely unexplained but probably involves a combination of genetic and environmental factors such as trauma or infection. Most authors recommend intravenous heparin or low molecular weight heparin followed by oral warfarin to maintain INR between 2-3 for 3-6 months. If the artery has healed after 3-6 months of anti-coagulation all treatment can be stopped but if there is a remaining stenosis the patient can be put on aspirin 75-100 mg a day. The long-term prognosis of cervical artery dissection is favourable in the majority of patients. New dissections are uncommon.
Áður var flysjun í innri hálsslagæð (arteria carotis interna) eða hryggslagæð (arteria vertebralis) talin sjaldgæf ástæða heilablóðfalls en vegna betri greiningartækni og aukinnar vitneskju lækna um sjúkdóminn greinist flysjun mun oftar en áður. Er flysjun nú talin ein helsta ástæða heilablóðþurrðar hjá yngri og miðaldra einstaklingum. Meingerð flysjunar er lítt þekkt. Líklega er oftast um að ræða undirliggjandi galla í æðarvegg ásamt útleysandi þáttum eins og áverkum á hálsi eða sýkingu. Grunur um sjúkdóminn vaknar við klínísk einkenni á borð við skyndilegan verk á hálsi, andliti eða höfði og/eða Horners-heilkenni með eða án einkenna heilablóðþurrðar. Greiningin er staðfest með því að sýna fram á dæmigerðar breytingar á æðinni með myndrannsókn. Hefðbundin meðferð hefst með heparín-innrennsli í æð eða lágmólekúlarheparíni gefið undir húð. Síðan tekur við blóðþynning með warfaríntöflum (með það að markmiði að halda INR milli 2,0-3,0) í 3-6 mánuði.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - Apr 2011

Other keywords

  • Cervical Vertebrae
  • PubMed in process

Cite this