Fjöldi skoðana í meðgöngu, samfella í þjónustu og reynsla kvenna: Ferilrannsókn meðal íslenskra kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu barns

Hildur Kristjánsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Amalía B j örnsdóttir, Jóhann Ág Sigurðsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu kvenna af meðgönguvernd með áherslu á fjölda skoðana og samfellu í þjón- ustu ljósmóður. Þátttakendur voru konur sem hófu meðgönguvernd á heilsugæslu- stöðvum og svöruðu tveimur spurningalistum í rannsókninni „Barneign og heilsa“, þeim fyrri skömmu eftir fyrstu skoðun í meðgönguvernd, þar var svarhlutfall 63% (n=1111) og 765 (69%) konur svöruðu seinni listanum, um 5 ‒ 6 mánuðum eftir fæðingu. Gagnasöfnun stóð yfir frá febrúar 2009 til janúar 2011. Þátttakendur sögðust að meðaltali hafa hitt ljósmóður í 8,9 skipti í meðgönguvernd. Þegar tekið var tillit til meðgöngulengdar náðu 28% frumbyrja og 20% fjölbyrja ekki viðmiðum um fjölda skoðana í meðgönguvernd. Konur í dreifbýli voru líklegri en konur á höfuð- borgarsvæðinu til að ná viðmiðum um fjölda skoðana og þær konur sem náðu viðmiðum voru frekar mjög ánægðar með eftirlit með heilsufari en þær konur sem ekki náðu viðmiðum. Að meðaltali hittu þátttakendur 1,9 ljósmóður í meðgönguvernd og 17% hittu þrjár ljósmæður eða fleiri. Þær konur sem hittu tvær eða fleiri ljósmæður voru síður mjög ánægðar með eftirlit með heilsufari og tilfinninga- legan stuðning fagfólks á meðgöngu en þær konur sem hittu eina ljósmóður. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hópur kvenna, sérstaklega frumbyrjur, nái ekki viðmiðum um fjölda skoðana óháð meðgöngulengd. Um þriðjungur kvenna hitti eina ljósmóður í meðgönguvernd. Þessar niðurstöður gefa tilefni til frekari skoðunar á skipulagi þjónustunnar í ljósi þess að áhersla er á að konan hitti eins fáa fagaðila og mögulegt er.
The purpose of this study was to explore women’s experiences of antenatal care with focus on the number of visits and continuity of care. Pregnant women who started their antenatal care at a health care centre and participated in the national cohort study ,,Childbirth and Health“ answered two questionnaires, the first one shortly after their first visit in antenatal care. Participation was 63% (n=1111) and 765 (69%) answered the second questionnaire 5 ‒ 6 months after giving birth. Data was gathered from February 2009 till January 2011. Approximately 69% of the participants were from the capital area and 31% from rural areas. Participants reported they had met a midwife in antenatal care on average 8.9 times. After adjusting for pregnancy length, 28% prim- iparas and 20% multiparas did not meet the set standard of number of meetings in antenatal care. Women living in rural areas were more likely than women in the capital area to reach the set standards of number of visits and women that did so were more often very satis- fied with their physical health controls than those who did not. On average, the women met 1.9 midwives during their antenatal care period and 17% met three midwives or more. The women that met two or more midwives were less likely to be very satisfied with their own health controls and emotional support of health care profes- sionals during pregnancy than women who only met one midwife during antenatal care.
Original languageIcelandic
JournalLjósmæðrablaðið
Publication statusPublished - 2014

Other keywords

  • Meðganga
  • Mæðraskoðun
  • Væntingar
  • Fæðingarþjónusta
  • Prenatal Care/utilization*
  • Patient Acceptance of Health Care*
  • Pregnancy
  • Iceland

Cite this