Faraldsfræðileg rannsókn á vitrænni getu aldraðra á tveimur aðskildum landsvæðum á Íslandi

Jón Snædal, Grétar Guðmundsson, Jón Eyjólfur Jónsson, Þuríður J. Jónsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objectives: This study was undertaken to estimate the cognitive abilities in an elderly population in rural areas in Iceland and to get an idea of the prevalence of dementia. By examining inhabitants in two different areas it was further possible to detect any possible difference in these areas. Material and methods: All persons aged 70 and over, living independently in the community and in institutions in two geographically separate areas were contacted. The areas were an agricultural (area A) and a fishing (area F) one. Four simple neuropsychological tests where used, the MMSE (Mini Mental State Examination), WAIS (Wechsler Adult Intelligence Scale)-Similarities, Trail making test A and Trail making test B. Two students in psychology and a teacher were trained in applying the tests but the results were scored and interpreted by the authors. Results: In area A, 280 of 353 (79.3%) participated and in area F, 190 of 238 (79.8%). Participation was thus similar in both areas. There was a highly significant difference in all the tests with p<0.01 in Trail making test B but p<0.001 in the other three tests. In all the tests the results were better among the population in area A. The prevalence of dementia as estimated by the MMSE showed a prevalence of 14.4% in area A and 35.7% in area F. Conclusion: A significant difference in cognitive abilities was found between the elderly inhabitants of two separate rural areas in Iceland. There is substantial evidence to suggest that this difference is real but it is however not clear if the prevalence of dementia is higher in this study than in others. It is postulated that the difference found is due to cultural differences.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að fá vitneskju um vitræna hæfileika aldraðra Íslendinga í afmörkuðu dreifbýli og hins vegar að fá hugmynd um algengi heilabilunar. Með því að skoða tvö aðskilin landsvæði var einnig unnt að meta hvort munur gæti verið á milli þeirra í þessu tilliti. Efniviður og aðferðir: Valin voru tvö aðskilin landsvæði. Í öðru þeirra hefur aðalatvinnuvegur verið landbúnaður (svæði L) en í hinu sjávarútvegur (svæði S). Notast var við fjögur einföld próf á vitræna getu, MMS-próf (Mini Mental State Examination), líkingar úr WAIS greindarprófi Wechslers (Wechsler Adult Intelligence Scale) fyrir fullorðna, slóðarpróf A og slóðarpróf B. Þjálfaðir voru tveir sálfræðinemar og kennari í fyrirlagningu prófanna, en höfundar fóru yfir niðurstöður og túlkuðu. Reynt var að ná til allra, innan sem utan stofnunar, sem náð höfðu 70 ára aldri hinn 1. desember 1991. Niðurstöður: Af svæði L var rætt við 280 af 353 (79,3%) og af svæði S 190 af 238 (79,8%), voru heimtur því ámóta af báðum svæðum. Fram kom mjög marktækur munur á frammistöðu hópanna eftir svæðum og var útkoman betri á svæði L á öllum prófunum. Í þremur prófanna náði munurinn marktækni með p-gildi <0,001, en í einu þeirra (slóðarprófi B) var marktæknin p<0,01, en fæstir gátu leyst það próf af hendi. Ef MMS-prófið er notaö til að meta algengi heilabilunar á þessum svæðum virðast 14,4% á svæði L og 35,7% á svæði S vera undir viðmiðunarmörkum sem voru við 22/23 stig í þessari rannsókn. Ályktun: Verulegur munur reyndist vera á frammistöðu aldraðra íbúa þessara tveggja landsvæða í úrlausn einfaldra prófa á vitræna getu. Rök eru færð að því að þessi munur sé raunverulegur, en vegna aðferðarfræðinnar sem notast var við er ekki ljóst hvort algengi heilabilunar er hærri hér á landi en annars staðar.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 1997

Other keywords

  • Heilabilun
  • Aldraðir
  • Elliglöp
  • Mælitæki
  • Dementia
  • Iceland
  • Aged
  • Cognition Disorders
  • Epidemiology

Cite this