Faraldsfræði alnæmis á Íslandi fyrstu 10 árin

Haraldur Briem, Sigurður B. Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson, Kristján Erlendsson, Arthur Löve

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective. To describe the epidemiology of AIDS and HIV infection in Iceland with demographic characteristics and associated risk factors. Design. Survey of national data reported to the Office of the Director General of Public Health in Iceland from November 1985 to December 311994. The dates of diagnosis of HIV infection, AIDS and death due to AIDS were collected from the patients physicians. Patients. All patients diagnosed with HIV and AIDS in Iceland during the study period. Methods. The expanded European AIDS surveillance case definition was used (Lancet 1993 ;341:441). Reporting of individuals with AIDS and HIV infection is semianonymous in Iceland according to the act of law on sexually transmitted diseases. Results. As of December 31 1994 overall 79 males and 14 females were diagnosed with HIV infection. Of those infected 30 males and five females were diagnosed with AIDS. Most of those infected with HIV were 20-29 years old (44%) and most of those diagnosed with AIDS were 30-39 years old (40%). The incidence of AIDS (number of cases/100,000/ year) was 1.36 (2.3 for males and 0.4 for women) during the first 10 years. Of those 35 diagnosed with AIDS 26 died (74%) during this period. The median survival time after the diagnosis of AIDS was 22 months (95% CI; 16-28 months). The majority of the patients with AIDS (91%) and the HIV infected cases (65%) were homosexual or bisexual males but the proportion of those infected by heterosexual contact has been increasing and was at the end of the study period 16%. HIV infection among i.v. drug abusers has been rare in Iceland hitherto. No paediatric cases were observed. Conclusion. The spread of AIDS in Iceland is not as rapid as in many other countries. The incidence rate has not changed significantly during the study period. At the same time the death rate of AIDS patients has been increasing indicating a slowing of the AIDS epidemic. The major changes regarding transmission categories are the increasing proportion of heterosexuals and decreasing proportion of homosexual and bisexual males.
Lýst er faraldsfræði alnæmis og smits af völdum alnæmisveiru fyrstu 10 árin sem sjúkdómurinn hefur verið þekktur á Íslandi. Stuðst var við tilkynningar um alnæmi og smit af völdum veirunnar sem bárust landlæknisembættinu. Aflað var upplýsinga hjá meðhöndlandi læknum um tímasetningar sjúkdómsgreiningar, áhættuþætti og afdrif sjúklinga. Alnæmi var skilgreint í samræmi við aðferð Evrópustofnunarinnar um faraldsfræði alnæmis (European Centre for Epidemiological Monitoring of AIDS, Saint- Maurice, Frakklandi). Í árslok 1994 höfðu greinst 79 karlar og 14 konur með smit af völdum alnæmisveiru. Af þeim greindust 30 karlar og fimm konur með alnæmi. Flestir þeirra sem höfðu smitast voru á aldrinum 20-29 ára (44%) og flestir þeirra sem greindust með alnæmi voru á aldrinum 30-39 ára (40%). Nýgengi alnæmis (fjöldi tilfella á 100.000 íbúa á ári) var 1,36 (2,3 hjá körlum og 0,4 hjá konum) á fyrstu 10 árunum. Af þeim 35 sem greindust með alnæmi dóu 26 (74%) á tímabilinu. Miðgildi lifunar eftir að alnæmi greindist reyndist 22 mánuðir (95% öryggismörk; 16-28 mánuðir). Flestir þeirra sem greindust með alnæmi (91%) og alnæmissmit (65%) voru samkynhneigðir karlmenn. Hlutfall gagnkynhneigðra fór þó vaxandi á tímabilinu og var 16% í lok tímabilsins. Útbreiðsla smits var hraðari í þeim hópi en meðal samkynhneigðra. Smit af völdum veirunnar var fátítt meðal fíkniefnaneytenda sem nota sprautur. Engin börn eða dreyrasjúklingar smituðust. Útbreiðsla alnæmis er ekki eins ör á Íslandi og í mörgum öðrum löndum. Nýgengi sjúkdómsins breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Á sama tíma óx dánartalan hraðar en nýgengi sjúkdómsins sem bendir til þess að dregið hafi úr útbreiðslu smits. Helstu breytingarnar á tímabilinu voru vaxandi hlutur gagnkynhneigðra meðal smitaðra einstaklinga og minnkuð útbreiðsla smits meðal samkynhneigðra karla.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jan 1996

Other keywords

  • Alnæmi
  • Veirusjúkdómar
  • Faraldsfræði
  • Acquired Immunodeficiency Syndrome
  • HIV Infections
  • Iceland
  • Epidemiology

Cite this