Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880

Erla Dóris Halldórsdóttir

Research output: Types of ThesisPh.D. Thesis

Abstract

Þessi ritgerð er unnin út frá heimildum um tímabil sem tvær heilbrigðisstarfsstéttir á Íslandi gengu í gegnum á 120 árum, frá 1760–1880. Læknastétt var eingöngu skipuð körlum en í yfirsetukvennastétt gátu bæði lærðir sem ólærðir karlar og konur starfað. Orðin yfirsetukonur og yfirsetukvennastétt eru óþekkt í nútímamáli Íslendinga en þau orð voru notuð um það fólk sem sinnti fæðandi konum á tímabili rannsóknarinnar. Báðar stéttirnar höfðu það hlutverk að koma fæðandi konum á Íslandi til hjálpar en með mismunandi hætti. Önnur stéttin, þ.e. læknastéttin, hafði einnig skyldum að gegna gagnvart sjúku fólki en yfirsetukonur sinntu eingöngu fæðandi konum og nýfæddum börnum þeirra. Þróunin sem þessar tvær stéttir fóru í gegnum átti eftir að hafa í för með sér að verkaskipting starfa í fæðingarhjálp varð skýrari þegar leið á 19. öld. Rannsókn mín fjallar einnig um þá fæðingarþjónustu sem konum á Íslandi stóð til boða á árunum 1760–1880. Á umræddu tímabili urðu nokkrar mikilvægar framfarir í fæðingarhjálp kvenna hér á landi. Menntun lækna fór vaxandi og einkenndist bætt heilbrigðisþjónusta meðal annars af viðleitni stjórnvalda í Danmörku til að bæta aðstoð við fæðandi konur. Er sjónum beint að þeim einstaklingum er komu að fæðingarhjálp. Í fyrsta lagi menntun þeirra og hvaða hlutverki þeir gegndu í ferlinu. Í öðru lagi er rannsakað hvernig laga– og reglugerðarumhverfið þróaðist og hvaða verkanir það hafði í för með sér. Í þriðja lagi er farið yfir það hvernig þróun þekkingar og miðlunar hennar hafði mismunandi áhrif á menntun karla í læknastétt. Aukin menntun hafði einnig áhrif á stétt yfirsetukvenna og forsendur þeirra til að gegna hlutverki sínu. Aldrei áður hefur hér á landi farið fram jafn ítarleg athugun á þeirri fæðingarhjálp sem konum stóð til boða á þessu árabili. Íslenskar aðstæður eru í forgrunni í rannsókninni en einnig gripið til samanburðar við Danmörku, þar sem Ísland var hluti af danska ríkinu. Þar að auki er fjallað um fæðingarhjálp og aðstæður fæðandi kvenna á Englandi á 18. öld. Rannsókn þessi er meðal annars byggð á gögnum um konur og karlmenn sem komu að fæðingarhjálp á Íslandi á árunum 1760–1880. Um tvenns konar hópa af yfirsetukonum var að ræða. Fyrir það fyrsta voru það konur sem sinntu starfinu án þess að hafa menntun eða próf í yfirsetukvennafræði að baki og hins vegar konur sem lærðu og luku prófi í yfirsetukvennafræðum og voru síðan skipaðar eða ráðnar sem yfirsetukonur af yfirvöldum. Þær fengu greidd laun úr sérstökum konungssjóði. Þeir karlmenn sem komu að fæðingarhjálp á þessu tímabili eru flokkaðir í fernt. Fyrst má nefna ólærða karla sem tóku að sér hlutverk yfirsetukvenna. Í öðru lagi eru það prestar sem höfðu enga formlega menntun í yfirsetukvennafræði en voru stoð sóknarbarna sinna, sem leiddi í nokkrum tilfellum til þess að þeir gerðu það sem þeir gátu til að veita barnshafandi og fæðandi konum hjálp. Í þriðja lagi eru það karlar sem höfðu lokið yfirsetukvennaprófi. Reyndist aðeins einn karlmaður hafa lokið yfirsetukvennaprófi á þessu tímabili sem ekki var læknir. Ég kýs að velja menntuðum læknum stað í fjórða hópnum sem rannsókn mín fjallar um en á umræddu tímabili voru eingöngu karlar í stétt lækna hér og í Danmörku. Þeir sem töldust til lækna voru annars vegar þeir sem höfðu litla sem enga menntun í yfirsetukvennafræði og hins vegar þeir sem fengu bæði verklega og bóklega kennslu í því fagi. Fyrsti vísir að formlegri aðkomu karla að fæðingarhjálp var með ráðningu fyrsta landlæknisins til Íslands árið 1760. Þá var vísað á bug reynslu og trú á náttúrulega hæfni einstaklinga í að hjálpa konum í barnsnauð. Beita skyldi aðferðum sem læknisfræðin hafði staðfest sem réttmæta í þeim tilgangi að stuðla að öruggari fæðingarhjálp. Þrátt fyrir viðleitni danskra stjórnvalda við að koma á sama heilbrigðiskerfi hér á landi og tíðkaðist í Danmörku og veita konum fæðingarþjónustu lærðra yfirsetukvenna lánaðist það ekki. Fáar konur luku námi í yfirsetukvennafræði hér og urðu barnshafandi konur að reiða sig á ólært fólk sem víðast hvar á landinu gegndi störfum yfirsetukvenna. Í þeim hópi voru ólærðir karlar, prestar og bændur sem buðu fram aðstoð sína þegar barnið vildi í heiminn. Þessir karlar voru taldir búa yfir sérstökum eiginleikum sem yfirleitt voru eignaðir konum en það var að sýna nærgætni og umhyggju. Einn karl sem ekki hafði læknismenntun lauk yfirsetukvennaprófi á Íslandi. Hans menntun hlaut ekki viðurkenningu og er skýringin sennilega sú að það tíðkaðist ekki í Danmörku að karlar sinntu fæðingarhjálp nema sem lærðir læknar. Þrátt fyrir að læknar hefðu litla sem enga þekkingu á fæðingarhjálp áttu þeir samkvæmt lagaboðum að sjá um erfiðar fæðingar frá árinu 1787. Breyting varð á þessu þegar leið á 19. öldina en þá voru læknanemar skyldugir að starfa á Den kongelige Fødselsstiftelse í Kaupmannahöfn í tiltekinn tíma. Þar hlutu þeir verklega þjálfun í að taka á móti börnum, annað hvort með berum höndum eða fæðingartöngum. Þegar íslenskir læknar voru komnir með þessa menntun og reynslu í fæðingarhjálp og lærðum yfirsetukonum hafði fjölgað þannig að hægt var að manna yfirsetukvennaumdæmin var bæði ólærðum körlum og konum ýtt út með lagaboðum. Yfirsetukvennaskóli var stofnaður hér á landi árið 1912 og var aðeins konum heimilt að stunda þar nám. Sá skóli sá um að útskrifa yfirsetukonur. Árið 1925 var fyrsti prófessor í yfirsetukvennafræði ráðinn við læknadeild Háskóla Íslands. Hlutverk hans var að kenna læknanemum yfirsetukvennafræði. Frá þeim tíma er markar upphaf þessarar rannsóknar hefur menntun og aðbúnaður í umönnun barnshafandi kvenna vaxið svo að nú er Ísland eitt þeirra ríkja þar sem bæði fæstar mæður og ungbörn deyja í fæðingum. En það er hollt að líta um öxl og skoða fortíð og minnast með virðingu þeirra sem lögðu sitt af mörkum konum í barnsnauð til líknar.
This paper is based on sources that describe a 120-year period in the history of two medical professions in Iceland, from 1760–1880. Physicians were at the time exclusively male, but midwives (Icel. yfirsetukona/yfirsetumaður, literally “woman/man who sits [and watches] over”) could include both educated and uneducated men and women. The words yfirsetukona and yfirsetumaður are unknown in modern Icelandic, but during the period under study it was used to refer to those who attended women in labor. Both professional classes were tasked with assisting Icelandic women in childbirth, but their roles differed. Physicians had responsibilities toward other sick persons, while midwives only attended to women who were giving birth and their newborn infants. The evolution of these two professions resulted in a clearer division of labor in obstetrical care as the 19th century progressed. My study also examines the obstetrical care available to women in Iceland between 1760–1880. During the period in question, several important advances were made in obstetrical care in Iceland. Doctors' education increased, and among improvements in healthcare was an increased effort by the government in Denmark to provide care to women during childbirth. The study focuses on those individuals who were involved in obstetrical care. First, these individuals' education and their roles in the process are characterized. Second, the study lays out the evolution of the legal and regulatory framework and its consequences. Third, the study examines the ways in which the progression of knowledge and its communication had an impact on the education of doctors. Increased levels of education also affected yfirsetukonur and their ability to perform their role. No other Icelandic study has examined the obstetrical care available during this period in such detail. The emphasis of the study is on Icelandic conditions, but comparisons are also made with Denmark, as Iceland was a part of the Danish state. Obstetrical care and the conditions of childbearing women in 18th–century England are also discussed. This study is based on data on women and men who provided obstetrical care in Iceland in 1760–1880. The women could be divided into two groups: women who performed the work without having any education or degree in midwifery, and educated midwives who had completed a course of study and been appointed or hired as midwives by the government. They were paid a salary from a special royal fund. The men who participated in obstetrical care during this period fall into four categories: First, there were uneducated men who took on work as midwives. Second, there were pastors who had no formal education in midwifery but supported members of their congregation, which could in some instances lead to their assisting women during pregnancy and childbirth. Third, there were men who had completed studies in midwifery and been certified as midwives. Only one man who was not also a doctor proved to have completed this certification during the study period. I opt to place educated physicians in a fourth category; during the period under study, only men were doctors both in Iceland and Denmark. Doctors were further divided into those who had little or no education in obstetrics and those who had received both academic and practical instruction in the discipline. The formal involvement of men in obstetrical care came with the hiring of the first Chief Medical Officer for Iceland in 1760. This entailed a rejection of experience of and belief in the natural ability of individuals to assist women during childbirth. The methods that had been validated by medical science should now be employed, in order to make childbirth more safe. The efforts of the Danish government to establish a healthcare system like the Danish one here in Iceland and provide women with access to educated midwives were unsuccessful. Few women trained as midwives, and expectant mothers had to rely on uneducated individuals who served as midwives in most parts of the country. This group included uneducated men, pastors and farmers who offered their assistance when a child was ready to enter the world. These men were considered to possess special characteristics that were usually associated with women and were seen as caring and sensitive. One man who was not a doctor completed education as a midwife in Iceland. His education was not recognized, probably because it was not the custom in Denmark for men to assist in childbirth except as educated doctors. Although doctors had little or no knowledge of obstetrics, they were required by law to provide care during difficult births from 1787 onward. This changed later in the 19th century, when medical students were required to work for a time at the Royal Maternity Home, Den kongelige Fødselsstiftelse, in Copenhagen. There they received practical training in delivering children, either with their bare hands or with obstetrical forceps. When Icelandic doctors returned home with this education and experience of delivery and the number of educated midwives had increased to the point where the official government posts could be manned, uneducated men and women were pushed out of the profession with legal decrees. A school of midwifery was established in Iceland in 1912, and only women were permitted to enroll. That school was responsible for graduating midwives. In 1925, the first professor of obstetrics was hired by the University of Iceland's medical department. His role was to teach obstetrics to medical students. Since the start of the period covered by this study, education and conditions for obstetrical care have improved so greatly that Iceland is now one of the countries with the lowest rates of both infant and maternal mortality in childbirth. Still, it is worth pausing to reflect on the past and pay respects to those who worked to alleviate the suffering of women in labor.
Original languageIcelandic
QualificationDoctor
Publisher
Print ISBNs978-9935-9260-7-4
Publication statusPublished - Sept 2016

Other keywords

  • Ljósmóðurfræði
  • Ljósmæður
  • Ljósmóðurstörf
  • Fæðingarhjálp
  • Fæðingarlækningar
  • Fæðingarþjónusta
  • Saga
  • Doktorsritgerðir

Cite this