Eyrnasuð : greining, möskun og meðferð með suðara

Konráð S. Konráðsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The National Hearing & Speech Institute, Reykjavik recently acquired equipment for analysis and treatment of tinnitus by masking and residual inhibition (RI). During a one year period tinnitus symptoms of 23 patients were analysed. The patients were 47 to 75 years old - median value 65 years. Males were in majority (65%). All patients suffered from hearing loss and its causes were mainly noise induced hearing loss and/or presbyacusis. Analysis was successful for most patients and masking results positive for about half of the group. Seven patients experienced RI and received an individually adjusted pocket masker for trial treatment. Of the original group 9-27% experienced good or some relief of tinnitus using a masker for residual inhibition. This is in accordance with comparable foreign studies.
Til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, Reykjavik (HTI) voru fyrir nokkru keypt tæki (WATIC™ TA3 og TM3) til greiningar og meðferðar eyrnasuðs með möskun og hömlunarleif). Tuttugu og þrír sjúklingar með langvarandi eyrnasuð voru teknir til greiningar og meðferðar á 12 mánaða tímabili. Sjúklingarnir voru á aldrinum 47 til 75 ára - miðgildi 66 ár og meirihlutinn karlar (65%). Allir höfðu sjúklingarnir meiri eða minni heyrnardeyfu og orsök hennar aðallega elli- og/eða hávaði. Suðgreining tókst hjá flestum og möskun var jákvæð hjá helmingi sjúklinganna. Sjö sjúklingar fengu hömlunarleif og var úthlutað suðara til reynslu. Suðarinn var stilltur með tilliti til suðgreiningar sérhvers sjúklings. Af öllum hópnum höfðu 9-27 af hundraði veruleg eða nokkur not af suðara til deyfingar eyrnasuðs með hömlunarleif. Er það sambærilegt við niðurstöður athugana erlendis.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)109-114
Number of pages6
JournalLæknablaðið
Volume77
Issue number3
Publication statusPublished - 1 Mar 1991

Other keywords

  • Tinnitus
  • Noise
  • Hearing Aids

Cite this