Eru tengsl á milli húðhita og botnlangabólgu? : framskyggn rannsókn á spágildi hefðbundinna rannsókna og húhita fyrir bráðri botnlangabólgu

Valgerður Arný Rúnarsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Jónas Magnússon

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Introduction: Appendicitis is a common disease, still its diagnosis can be difficult. Of resected appendices, every fifth to sixth is histologically normal. It has been suggested that local skin temperature could be helpful to diagnose appendicitis. The hypothesis was that skin temperature above an inflamed appendix was higher than elsewhere. Material and methods: Patients suspected of acute appendicitis admitted to Landspitalinn University Hospital, February through June 1993, were enrolled. Thirty six patients, 20 males and 16 females, aged 12 to 77, average 29, entered the study. Skin temperature was measured over McBurney's point and at a comparable spot on the left side of the abdomen. Beside the skin temperature there were also noted some symptoms from the history and examination and some lab results. For each of these variables sensitivity, specificity and prospective values for appendicitis, were calculated. Results: Of those 36 patients, 27 underwent surgery, 22 had appendicitis but 14 did not. Six of the patients had 5=0.5° C higher temperature at McBurney's point but only two of them had appendicitis. The other 30 patients did not have that temperature difference but still 16 of them had appendicitis. The predictive value of a positive and a negative test was 33% each, for skin temperature measurements, sensitivity was 9% and specificity 71%. These results do not suggest any connections between skin temperature and appendicitis and therefore the test is useless for appendicitis in our opinion. White blood cells count showed the best results in this study, with prospective value of a positive test 91%, prospective value of a negative test 86%, sensitivity 91% and specificity 86%. Other traditional tests and symptoms turned out to be useless individually in evaluating patients suspected of appendicitis. Conclusion: Skin temperature measurement is unfortunately an useless diagnostic tool. It is sobering to see that the traditional tests and symptoms for appendicitis are nearly useless too. On the other hand it is fascinating and challenging to know that the diagnosis of this common disease is still dependent on the clinical judgement of the patient's physician.
Inngangur: Botnlangabólga er algengur sjúkdómur sem þó er ekki einfalt að greina. Fimmti til sjötti hver grunsamlegur botnlangi er tekinn óbólginn. Vegna ábendinga um hugsanlega gagnsemi húðhitamælinga var gerð framskyggn rannsókn þar sem mældur var húðhiti yfir McBurneys depli og samsvarandi stað vinstra megin á kviði hjá sjúklingum sem voru grunaðir um bráða botnlangabólgu. Tilgátan var að hiti yfir bólgnum botnlanga væri að minnsta kosti 0,5°C hærri en annars staðar á húðinni. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem komu á bráðamóttöku Landspítalans grunaðir um botnlangabólgu á fimm mánaða tímabili, 1. febrúar til 30. júní 1993, voru rannsakaðir. Rannsóknin náði til 36 sjúklinga, 20 karlmanna og 16 kvenna á aldrinum 12-77 ára. Meðalaldur var 29 ára. Auk þess voru skráð fyrir hvern sjúkling ýmis atriði úr sögu og skoðun og niðurstöður nokkurra blóðrannsókna. Fyrir hvert þessara prófa var reiknað spágildi (predictive value), næmi (sensitivity) og sértekt (specificity) fyrir bráðri botnlangabólgu. Niðurstöður: Af 36 sjúklingum fóru 27 í aðgerð og höfðu 22 botnlangabólgu en 14 ekki. Sex sjúklinganna voru að minnsta kosti 0,5°C heitari hægra megin en aðeins tveir þeirra með botnlangabólgu. Hinir 30 sjúklingarnir höfðu ekki þennan hitamun en 16 þeirra höfðu bráða botnlangabólgu. Fyrir húðhitamælinguna var spágildi jákvæðs og neikvæðs prófs 33% hvort um sig, næmi 9% og sértekt 71%. Þessar niðurstöður sýndu enga fylgni hærri húðhita yfir McBurneys depli við bráða botnlangabólgu og því er húðhitamæling að okkar mati gagnslaus rannsókn. Hækkun á hvítum blóðkornum kom skást út í þessari skoðun með spágildi jákvæðs prófs 91%, spágildi neikvæðs prófs 86%, næmi prófs 91%, og sértekt 86%. Að öðru leyti reyndust hefðbundin atriði í rannsóknum, sögu og skoðun gagnslaus hvert um sig samkvæmt þessum niðurstöðum við mat á bráðri botnlangabólgu. Ályktun: Óneitanlega eru það vonbrigði að sjá á bak húðhitamælingunni. Ekki er minna áfall að sjá að hið hefðbundna sem okkur er kennt að fara eftir er svo til gagnslaust líka. Hins vegar er gott til þess að vita að greining á jafnalgengum sjúkdómi og botnlangabólgu er ennþá alfarið háð klínísku mati þess sem sér, skoðar og hlustar á sjúklinginn.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jun 1996

Other keywords

  • Botnlangabólga
  • Mælingar
  • Skin Temperature
  • Prospective Studies
  • Appendicitis
  • Acute Disease

Cite this