Eru fyrirtæki og stjórnendur sem iðka siðferðilega forystu að ná betri árangri?

Haraldur Daði Ragnarsson, Páll Ingi Jóhannesson

Research output: Contribution to conferenceAbstractpeer-review

Abstract

Fagleg forysta er nálgun sem mörgum finnst erfitt að henda reiður á og hvaða þættir það eru sem einkenna fyrirtæki og stjórnendur sem ná árangri. Tilgangur erindis er að rýna fyrirliggjandi fræði er snúa meðal annars að kenningum í leiðtogafræðum og finna hugsanleg tækifæri til þekkingaröflunar. Fremur fáar rannsóknir hafa beinst að siðferðilegri forystu í fyrirtækjum og er meðal annars markmið rannsóknarinnar að skoða siðferðilega forystu og flétta hana með hagaðilastjórnun og stjórnarháttum fyrirtækja. Markmiðið er einnig að komast að því hvort að fyrirtæki sem að iðka siðferðilega forystu séu að ná betri árangri og með meiri starfsmannaánægju, betri rekstrarafkomu og minni starfsmannaveltu en fyrirtæki sem ekki iðka siðferðilega forystu. Hálf-opin viðtöl verða tekin við átta til tíu stjórnendur í ólíkum fyrirtækjum og þau þemagreind ásamt því að rannsakandi mun máta þær áherslur sem koma fram hjá viðmælendum á fyrirliggjandi fræði um siðferðilega forystu. Niðurstöður viðtala ásamt fyrirliggjandi fræðum og einkennandi þáttum verða svo í kjölfarið nýttar við gerð spurningakönnunar sem lögð verður fyrir starfsfólk viðkomandi fyrirtækja. Gagnagreining mun snúa að því að samræma niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknaraðferðum.
Original languageIcelandic
Publication statusPublished - 2022
EventÞjóðarspegill 2022: Ráðstefna í Félagsvísindum - Reykjavík, Iceland
Duration: 27 Oct 202228 Oct 2022
https://thjodarspegillinn.hi.is/

Conference

ConferenceÞjóðarspegill 2022
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period27/10/2228/10/22
Internet address

Cite this