Erfitt og eitthvað sem maður gerir ekki ráð fyrir: Reynsla kvenna sem byrja í eðlilegri fæðingu en enda í bráðakeisaraskurði

Translated title of the contribution: A Difficult Experience and Something That One Does Not Expect To Happen: The Experience of Women Who Begin in Normal Labour and Then Must Undergo an Emergency Caesarean Section

María Sunna Einarsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur
Konur sem enda í bráðakeisaraskurði eru líklegri til þess að upplifa neikvæða fæðingarreynslu en konur sem fæða eðlilega eða fæða með valkeisaraskurði. Þær fá gjarnan þá tilfinningu að þær séu búnar að missa stjórn, óttast jafnvel um líf sitt og barnsins og finna fyrir kvíða og vonbrigðum yfir því að fæðingin hafi ekki endað eins og þær vonuðust til.
Tilgangur
Að öðlast dýpri skilning á reynslu kvenna sem byrja í eðlilegri fæðingu en þurfa að fara í bráðakeisaraskurð.
Aðferð
Þessi rannsókn var gerð með fyrirbærafræðilegri nálgun og stuðst var við aðferð Vancouver-skólans. Úrtakið var tilgangsúrtak þar sem skilyrði fyrir þátttöku voru: að tala íslensku, að hafa byrjað í eðlilegri fæðingu og endað í bráðakeisaraskurði, að minnsta kosti sex mánuðir og í mesta lagi fimm ár væru liðin frá fæðingu. Auglýst var eftir þátttakendum í Facebookhópnum Mæðratips og tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda, þar sem stuðst var við viðtalsramma, samtals 12 viðtöl.
Niðurstöður
Konurnar lýstu blendnum tilfinningum eins og vonbrigðum, hræðslu og því að óttast um líf sitt og barnsins, auk þess sem þær fundu fyrir ákveðnum létti. Yfir¬þema rannsóknarinnar, erfið reynsla: eitthvað sem maður gerir ekki endilega ráð fyrir að gerist, lýsir því hvernig konurnar upplifuðu það sem áfall að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð og að þær hefðu verið lengi að vinna úr þeirri lífsreynslu. Meginþemun voru sjö: að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð, andleg líðan, áhrifaþættir, líkamleg líðan, fræðsla og eftirfylgni, maki og stuðningsaðilar og líðan í dag. Síðan voru greind undirþemu undir meginþemunum.
Ályktun
Það að byrja í eðlilegri fæðingu og fara í bráðakeisaraskurð reynist konum erfið og oft flókin lífsreynsla þar sem stuðningur ljósmæðra getur haft mikil áhrif á upplifun kvennanna

Background
Women who end up having an emergency caesarean section are more likely to experience a negative birth experience than women who give birth normally or give birth with a planned caesarean section. They often feel that they have lost control, and even fear for their lives and the baby, at the same time as they feel anxious and disappointed that the birth did not end as they had hoped.
Purpose
To gain a deeper understanding of the experience of women who begin in normal labour and then must undergo an emergency caesarean section.
Method
This study was conducted using a phenomenological approach, based on the Vancouver University method. The sample was a convenience sample where the requirements for participation were; to speak Icelandic, to have started out in normal labour and then had to undergo an emergency caesarean section, and where at least six months and no more than five years had passed since the birth. Requests for participation were posted on the Facebook group Mæðratips and one interview was conducted with each of the participants, using an interview framework, for a total of 12 interviews.
Results
The women described mixed emotions like disappointment, distress and fear for their life and their child, as well as a certain relief. The overarching theme of the study was a difficult experience: something that one does not necessarily expect to happen. This describes how the women experienced the trauma of having to undergo an emergency caesarean section and that it took them a long time to recover from that experience. There were seven main themes: Having to have an emergency caesarean section, mental wellbeing, influencing factors, physical wellbeing, education and follow-up, partners, and current well-being. Sub-themes were then analysed under the main themes.
Conclusion
To start out in normal labour and then having to undergo an emergency caesarean section is commonly a difficult and complex experience where the support of the midwife can have a profound effect on the women’s experience.

Translated title of the contributionA Difficult Experience and Something That One Does Not Expect To Happen: The Experience of Women Who Begin in Normal Labour and Then Must Undergo an Emergency Caesarean Section
Original languageIcelandic
Pages (from-to)68-77
Number of pages10
JournalLjósmæðrablaðið
Volume100
Issue number1
Publication statusPublished - 2022

Fingerprint

Dive into the research topics of 'A Difficult Experience and Something That One Does Not Expect To Happen: The Experience of Women Who Begin in Normal Labour and Then Must Undergo an Emergency Caesarean Section'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this