Er stríðinu lokið? [ritstjórnargrein]

Þorsteinn Njálsson

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Samkomulag tóbaksframleiðenda og 39 saksóknara og ríkja í Bandaríkjunum markar söguleg tímamót í baráttunni gegn tóbaki. Tekist er hins vegar á um það hvort tóbaksfyrirtækin hafi sloppið of auðveldlega, hvort stríðinu við tóbaksrisana sé lokið eða hvort það sé rétt að byrja. Þetta samkomulag gengur í aðalatriðum út á það að tóbaksframleiðendur greiða 26.000 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna heilsutjóns og aukins kostnaðar heilbrigðiskerfisins vegna tóbaksneyslu. Málsóknir á hendur risunum verða þá að mestu úr sögunni. Á hverju ári verður 350 milljörðum varið í skaðabætur vegna heilsutjóns og dauða af völdum tóbaksnotkunar. Um 350 milljarðar fara til að bæta kostnaðaraukningu heilbrigðiskerfisins. Rúmlega 100 milljarðar fara til að fjármagna opinberar tóbaksvarnir, rannsóknir á fíkn og til að bæta íþróttum tekjutap vegna tóbaksauglýsingabanns. Að lokum fara 100 milljarðar árlega til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Fyrirtækin borga því tóbaksvarnir, tóbakssjálfsalar verða bannaðir, tóbak fer úr hillum verslana á bak við afgreiðsluborð, allar auglýsingar utandyra verða bannaðar, svarthvítar auglýsingar leyfðar inni og Marlboro Man og Joe Camel eru bannaðir. Auglýsingar beinar eða óbeinar í kvikmyndum, á fatnaði, skóm og öðru ámóta, allt slíkt verður bannað.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jul 1997

Other keywords

  • Tóbak
  • Reykingar
  • Tóbaksvarnir

Cite this