Er staðbundin slitgigt í mjöðmum arfgeng? sautján alsystkini með slitgigt í mjöðmum

Þorvaldur Ingvarsson, Halldór Baldursson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

A family with seventeen siblings was investigated. Fourteen of the siblings have confirmed coxarthrosis. The mother (born 1899) of the seventeen siblings has had bilateral total hip replacement and her mother (born in 1875) was crippled with coxarthrosis at an early age. Several more members of this family are known to have coxarthrosis. Their general health is good and symptoms are rare in other joints. Further studies are being carried out to chart the distribution of coxarthrosis in other generations of this family and to investigate how coxarthrosis may be inherited in this family.
Slitgigt í mjöðmum er algeng, en upplýsingar um algengi hennar eru ekki til á Íslandi. Rannsóknir benda til þess að rúmlega 1% af Svíum 60 ára og yngri hafi slitgigt í mjöðmum og tæplega 7% af Svíum við 80 ára aldur (1). Slitgigt getur verið staðbundin, til dæmis í mjöðmum, eða útbreidd. Slitgigt í mjöðmum er skipt í tvo meginflokka eftir því hvort orsakir hennar eru þekktar eða ekki. Ef orsakir slitgigtar eru þekktar, er hún talin áunnin (secundary coxarthrosis). Ef orsök er óþekkt, er hún nefnd frum (primer) (2). Líkur hafa verið leiddar að því að öll slitgigt í mjöðmum sé áunnin (3,4), ýmist vegna bólgusjúkdóma, sýkinga, slysa eða byggingargalla. Frummjaðmarslitgigt sé í raun ekki til, heldur sé hún aðeins nefnd svo vegna þess að orsakir hennar eru ekki enn þekktar. Helstu þekktu orsakir áunnar staðbundinnar slitgigtar í mjöðmum eru eftirfarandi: Morbus Perthes, meðfædd liðskekking (subluxation), meðfætt liðhlaup, kastlos í lærleggshálsi, brot í lærleggshálsi, brot í augnkarli, liðhlaup vegna slyss, iktsýki, hryggikt (spondylitis ankylopoietica) og sóra (psoriasis) liðbólgur. Sumarið 1987 lagðist kona inn á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til að fá gervilið í mjöðm vegna slitgigtar. Hún sagði svo frá að hún væri ein af sautján systkinum sem langflest hefðu slitgigt í mjöðmum, og nefndi að móðir og móðuramma hennar hefðu haft slitgigt í mjöðmum. Þetta var kveikjan að rannsókn þeirri sem skýrt er frá hér. Tilgangur rannsóknarinnar var þríþættur. 1. Að kanna hve mörg af þessum sautján systkinum hefðu slitgigt í mjöðmum. 2. Að athuga hvort fleiri ættliðir hefðu slitgigt í mjöðmum. 3. Að kanna hvort slitgigt í mjöðmum sé ættgeng.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Apr 1991

Other keywords

  • Slitgigt
  • Erfðir
  • Osteoarthritis, Hip
  • Rheumatic Diseases
  • Osteoarthritis

Cite this