Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn eftir konum í æðstu stjórnunarstöður?

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Samkvæmt niðurstöðu úttektar Alþjóðaefnahagsráðsins fyrir árið 2018 mun það taka heimsbyggðina rúmlega 100 ár að ná fullu jafnrétti. Samkvæmt úttektinni hefur Íslendingum tekist að jafna 85% af því kynjabili sem hér hefur ríkt og er Ísland það land sem hefur náð hvað lengst á sviði jafnréttis. Þrátt fyrir það gegnir engin kona stöðu forstjóra í skráðu félagi árið 2019 og afar fáar konur eru í framkvæmdastjórnum. Þá eru konur frekar framkvæmdastjórar í litlum fyrirtækjum, með 1-10 starfsmenn og konur eru í forsvari fyrir 13% stærri fyrirtækja, með fleiri en 50 starfsmenn. Markmið greinarinnar er að skoða hvað veldur því að engin kona gegnir stöðu forstjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráðstafana er hægt að grípa, að mati kvenna sem nú þegar gegna stjórnunar- og leiðtogastöðum, til þess að auka hlutdeild kvenna í æðstu stjórnunarstöðum. Mikil umræða er um þessar mundir um stöðu kvenna í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum á Íslandi og fyrirtæki hvött til þess að auka hlut þeirra. Þá hyggjast stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálar í þessum efnum. Konum er að fækka í stjórnum félaga og sem stjórnarformönnum í skráðum félögum. Í því skyni að leita skýringa á stöðunni var gerð könnun meðal forystukvenna í íslensku atvinnulífi. Alls tóku 186 konur þátt í könnuninni og helstu niðurstöður eru þær að meirihluti svarenda telur aðgerða þörf, jafnvel lagasetningar sem kveður á um að kynjakvóti verði settur á æðstu stjórnunarstöður. Þá þarf menningin og hugarfar að breytast, konur þurfa fleiri tækifæri og karlmenn að axla meiri ábyrgð á fjölskyldulífi.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)205-228
JournalStjórnmál og stjórnsýsla
Volume15
Issue number2
DOIs
Publication statusPublished - 17 Dec 2019

Cite this