Er hópmeðgönguvernd góður kostur fyrir konur í áhættumeðgönguvernd? Eigindleg innihaldsgreining á viðhorfum ljósmæðra

Translated title of the contribution: Is Group Antenatal Care a Good Option for Women in High-Risk Pregnancy?: Content Analysis on Midwives' Views

Guðrún Elísa Davíðsdóttir, Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Emma Marie Swift

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur
Talið er að meðganga um 12% allra
barnshafandi kvenna geti flokkast sem
áhættumeðganga. Konur í áhættumeðgöngu eru líklegri en aðrar barnshafandi
konur til að finna fyrir andlegri vanlíðan
sem getur haft miklar afleiðingar fyrir
móður og barn, ekki eingöngu á meðgöngu heldur einnig eftir að barnið er
komið í heiminn. Rannsóknir hafa sýnt
að hópmeðgönguvernd getur svarað
þörfum kvenna fyrir aukna fræðslu og
stuðning á meðgöngu. Markmið þessarar
rannsóknar var að lýsa viðhorfum ljósmæðra sem sinna meðgönguvernd kvenna
með áhættuþætti á Landspítala til hópmeðgönguverndar.
Aðferð
Rannsóknin er unnin eftir eigindlegri
aðferðafræði. Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við sjö ljósmæður starfandi í áhættumeðgönguvernd Landspítala. Viðtölin
voru hljóðrituð og greind með innihaldsgreiningu.
Niðurstöður
Fimm þemu komu í ljós: 1) Að verða
foreldri – áhersla á hið eðlilega í áhættumeðgönguvernd, 2) Tækifæri til að auka
sérhæfða fræðslu varðandi áhættuþætti, 3)
Jafningjastuðningur verðandi foreldra, 4)
Aukin tækifæri fyrir samvinnu ljósmæðra
við hver aðra og aðrar fagstéttir og 5)
Áskoranir – lausnamiðuð hugsun.
Ályktun
Ljósmæður sem vinna í áhættumeðgönguvernd á Landspítala voru heilt yfir
jákvæðar í garð hópmeðgönguverndar
og fannst líklegt að fyrirkomulagið gæti
verið farvegur fyrir aukinn stuðning við
verðandi foreldra en á sama tíma gefið
tækifæri til sérhæfðrar fræðslu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ljósmæðurnar
séu jákvæðar fyrir því að innleiða hópmeðgönguvernd á Landspítala.

Background
High risk pregnancy is estimated to be
around 12% of all pregnancies. Women
in high-risk antenatal care are more
likely to experience mental distress
which can have an effect on the mother
and the baby, during pregnancy as
well as postpartum. Previous research
indicates that group antenatal care may
increase opportunities for education and
support for women in pregnancy. The
aim of this research was to examine the
view of midwives who work in highrisk antenatal care on high-risk group
antenatal care.
Method
Qualitative methodology was used
with two focus groups. A total of seven
midwives working in high-risk antenatal
care at Landspítali – University Hospital
were interviewed. The interviews were
recorded and analyzed with content
analysis.
Results
Five themes emerged: 1) Becoming a
parent – with emphasis on the normal in
a high-risk pregnancy, 2) An opportunity
for specialized education about high-risk
pregnancies, 3) Peer support, 4) Increased
collaboration between midwives as well
as other practitioners, and 5) Challenges
and problem solving.
Conclusion
Midwives in high-risk maternity care at
Landspítali – University Hospital had an
overall positive attitude towards group
antenatal care and found it likely that
this could provide more support to their
clients, as well as increased opportunities
for specialized education. The results
indicate that introducing group antenatal
care at Landspítali – University Hospital
is supported by the midwives.
Translated title of the contributionIs Group Antenatal Care a Good Option for Women in High-Risk Pregnancy?: Content Analysis on Midwives' Views
Original languageIcelandic
Pages (from-to)16-24
Number of pages9
JournalLjósmæðrablaðið
Volume101
Issue number1
Publication statusPublished - Jul 2023

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Is Group Antenatal Care a Good Option for Women in High-Risk Pregnancy? Content Analysis on Midwives' Views'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this