Er grasið alltaf grænna annars staðar? Væntingar og reynsla erlends starfsfólks af starfsmannaleigu og íslensku samfélagi

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í kjölfar hrunsins 2008 hafa aðstæður í íslensku efnahagslífi, svo sem blómstrandi ferðaþjónusta og byggingariðnaður, leitt til fjölgunar starfsfólks sem kemur tímabundið til landsins. Flestir sem sinna tímabundnum störfum hérlendis koma frá Austur-Evrópu og löndum með lítt þróað eða óstöðugt efnahagsástand. Tvöföldun fjölda starfsmannaleiga og tíföldun tímabundinna starfsmanna undanfarin tvö ár bera með sér stórkostlegar breytingar í þjóðfélaginu og viðskiptalífinu, en þrátt fyrir það hefur þessari þróun verið lítill gaumur gefinn í rannsóknum. Enn fremur hafa engar rannsóknir verið gerðar á væntingum tímabundinna starfsmanna á Íslandi til þessa. Þessi rannsókn kannaði reynslu tímabundinna starfsmanna sem komnir voru til landsins og bar saman við væntingar þeirra sem voru ókomnir, með áherslu á væntingar til starfsmannaleigu og íslensks þjóðfélags. Helstu niðurstöður sýna að þessir starfsmenn hafa nokkuð háar væntingar hvað varðar starfsmannaleigur og íslenskt þjóðfélag fyrir komuna hingað til lands. Upplifun og reynsla þeirra sem komnir voru var að ýmsu leyti frábrugðin, þrátt fyrir að sumt hafi farið fram úr væntingum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til frekari rannsókna á væntingastjórnun í tengslum við tímabundin störf og er mikilvægt framlag til skilnings á mikilvægi bættrar aðlögunar erlendra tímabundinna starfsmanna, stjórnunar breytileika og afkomu.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)23-40
Number of pages17
JournalTímarit um viðskipti og efnahagsmál
Volume16
Issue number1
DOIs
Publication statusPublished - 20 Jun 2019

Cite this