Er þörf á nýjum tóbaksvarnarlögum? [ritstjórnargrein]

Guðmundur Þorgeirsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Langvinnir sjúkdómar, einkum hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og langvinnir lungnasjúkdómar vega nú þyngst allra sjúkdóma mannkyns, hvort sem litið er til dánarorsaka, fötlunar eða útgjalda til heilbrigðismála. Er þá ekki gert lítið úr ógnarsýkingum eins og HIV eða malaríu. Reykingar, lélegt og óhóflega hitaeiningaríkt fæði og hreyfingarleysi vega þyngst sem orsakavaldar. Ef hugur fylgir máli í yfirlýsingum um mikilvægi forvarnarstarfs og heilsueflingar verður að beina samfélagslegri orku að þessum þáttum. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp að nýjum tóbaks­varnarlögum flutt af þingkonunum Siv Frið­leifsdóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, Jónínu Bjartmarz og Þuríði Bachman. Frumvarpið var undirbúið í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu­neytinu í samstarfi við tóbaksvarnarnefnd og lýð­heilsustofnun en heilbrigðisráðherra mun ekki hafa fengið atbeina innan ríkisstjórnar til að flytja frumvarpið sem stjórnarfrumvarp.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Mar 2005

Other keywords

 • Tóbaksvarnir
 • Óbeinar reykingar
 • Reykingar
 • LBL12
 • Fræðigreinar
 • Adolescent
 • Adolescent Behavior
 • Humans
 • Iceland
 • Smoking
 • Tobacco Industry
 • Tobacco Use Disorder

Cite this