Endurtekið þunglyndi - Hvað einkennir það og hversu árangursrík er meðferð og forvörn gegn því?

Ragnar P. Ólafsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Oft er skrifað að þunglyndi sé algeng og alvarleg geðröskun sem kosti samfélagið mikið. Þunglyndi er þó ekki einsleitt fyrirbæri. Þótt meiri athygli hafi beinst að stökum lotum þunglyndis og meðferð í bráðafasa hefur áhugi beinst í auknum mæli að því að hluti fólks upplifir endurteknar þunglyndislotur yfir ævina. Í þessari grein er lýst einkennum alvarlegs þunglyndis (e. major depressive disorder) hjá fullorðnum, sem hrjáir 15–18% fólks einhvern tíma ævinnar. Um helmingur upplifir þunglyndi aftur, oftast innan fimm ára. Hætta á nýrri lotu eykst með auknum lotufjölda en meðalfjöldi lota í úrtökum fólks með endurtekið þunglyndi er á bilinu fimm til níu. Í greininni er fjallað er um lýðfræðilega og sálfélagslega þætti sem tengjast þunglyndi og endurtekningu þess. Einnig er fjallað um árangur tveggja helstu meðferðarinngripa, lyfjameðferðar og hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), ásamt árangri forvarnarmiðaðrar (ForHAM) og núvitundarmiðaðrar (NúHAM) hugrænnar atferlismeðferðar. Í lok greinarinnar er leitast við að draga saman atriði úr rannsóknum sem gætu verið gagnleg fyrir sálfræðinga að hafa í huga sem koma að mati og meðferð þunglyndis. Nokkur atriði eru einnig rædd sem geta verið mikilvæg í áframhaldandi rannsóknum á þunglyndi og þróun meðferðar við því. Efnisorð: þunglyndi, endurtekið þunglyndi, fullorðnir, meðferð, forvörn.
Major depressive disorder (MDD) is a prevalent mental disorder, with 15–18% of adults suffering from it at some point in their life. The resulting social costs are therefore high. However, MDD is not a unitary phenomenon, and different forms have been identified. In recent years, increased attention has been given to the recurrent nature of MDD. Research shows that around half of those who experience depression for the first time experience recurrent episodes, with risk for onset increasing with every new episode. In this paper, symptoms of MDD in adults are described along with major demographic and psychosocial factors that are associated with onset and recurrence of depression. Efficacy of empirically supported treatment and prevention protocols are reviewed, focusing on pharmacotherapy, cognitive behavioural therapy, mindfulness based cognitive therapy and preventive cognitive therapy. Main research findings, that may be useful for practicing psychologists involved in assessing and treating depression, are summarised. Finally, several issues are discussed, that may be important for future research and treatment development in the field of depression. Keywords: depression, recurrence, adults, treatment, prevention.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2020

Other keywords

  • Þunglyndi
  • Meðferð
  • Forvarnir
  • Depression
  • Depressive Disorder
  • Therapeutics

Cite this