Einkakennari í uppeldi : úrræði sem bætir uppeldisfærni foreldra sem njóta þjónustu barnaverndarnefndar

Gylfi Jón Gylfason, Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, Sigurgrímur Skúlason, Berglind Dögg Bragadóttir, Rannveig Einarsdóttir, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, Haukur Ingi Guðnason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort fjölskyldur sem nutu þjónustu barnaverndarnefndar tileinkuðu sér uppeldisaðferðir sem kenndar voru á námskeiðinu SOS! Hjálp fyrir foreldra ef þjálfun í þeim aðferðum færi jafnframt fram á heimilum þeirra. Sex fjölskyldur sem notið höfðu þjónustu barnaverndarnefndar í að minnsta kosti eitt ár tóku þátt í rannsókninni. Þjálfunin fólst í því að einkakennarar í uppeldi fóru á heimili þátttakenda og leiðbeindu þeim um rétt viðbrögð við hegðun barna sinna út frá efni námskeiðsins. Til að meta árangur fóru mælingar á viðbrögðum foreldra við hegðun barna sinna fram með beinu áhorfi og notast var við A-B-A rannsóknarsnið með þriggja mánaða eftirfylgd. Tilgáta rannsóknarinnar stóðst, það er, réttum viðbrögðum fjölgaði hjá öllum foreldrum eftir að íhlutun hófst og hélst yfir þriggja mánaða tímabil.
The present study investigated a supporting intervention intended to increase the usefulness of a course in parenting techniques for a group of families that historically have only benefited to a limited extent from such didactic courses. The parenting training course, SOS! Help for parents, has for several years been offered to all parents of two year olds in the municipality where the parents lived. The participants were six families with a long history of support from the social services. The supporting intervention, 'private parenting coach', consisted of adding a weekly one-on-one training session in the parenting techniques taught at the regular seminars. Direct observational methods were used to measure the parenting techniques of participiating families prior to, during and three months after the intervention. The research hypothesis of increased frequency of correct parenting responses to the child's behavior was supported for all families.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2009

Other keywords

  • Börn
  • Foreldrar
  • Ráðgjöf
  • Uppeldi
  • Barnavernd
  • Námskeið
  • Parent-Child Relations
  • Education
  • Social Work

Cite this