DNA flæðigreining eykur nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein

Sunna Guðlaugsdóttir, Helgi Sigurðsson, Bjarni A. Agnarsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Sigrún Kristjánsdóttir, Guðjón Baldursson, Sigurður Björnsson, Þórarinn E. Sveinsson, Valgarður Egilsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

It is widely agreed that the presence or absence of axillary lymph-node involvement (N) is the most reliable predictor of relapse or survival in breast cancer, together with tumor size (T) and the presence or absence of distant metastasis (M). These prognostic factors are the cornerstones of the TNM staging system. The aim of the present study was to ascertain, in all patients diagnosed with invasive primary breast cancer in Iceland during the years 1981-84 (n=347), whether flow cytometric DNA analysis of ploidy status and fraction of cells in the S-phase contribute prognostic information, addi¬tional to that obtained with TNM staging variables. Paraffin fixed tumor material was available from 340 patients (98%) and DNA ploidy and S-phase fraction was assessed with flow cytometry. DNA ploidy could be analysed in 98% of tumor samples (n=334), of which 114 (34%) were diploid and 220 (66%) non-diploid. S-phase fraction could be analysed in 97% of the tumor samples (n=329), the median S-phase value was 7.0%, and was higher in non-diploid than diploid tumors (p<0.0001, 9.3% vs. 2.7%). Median duration of patient follow-up was 7.5 years. The disease-free survival at that point of time was 15% higher in patients with diploid tumors than non-diploid ones (p=0.004, 69% vs 54%). Similar survival comparison in relation to S-phase fraction was 30% when the median S-phase value was used as cut-off point (p<0.0001, S-phase<7.0% being 74% vs. S-phase ^7.0% being 44%). Multivariate analyses with regard to breast cancer survival and disease-free survival, which included both ploidy status and S-phase categories adjusting for age, tumor size and lymph node involvement, showed the S-phase value categories to be independent prognostic variables (p<0.0001). Patients with high S-phase tumors had a three-fold higher risk of recurrence than patients with low S-phase tumors. Ploidy status was not an independent prognostic variable, if however the S-phase categories were excluded from analysis, ploidy status was on the borderline of being an independent variable (p=0.09). In node-negative patients the S-phase fraction was the only useful variable in determining prognosis. We conclude that the S-phase value is a useful prognostic guide for the clinician and will be used for this purpose in the treatment of breast cancer in Iceland.
TNM stigun er notuð við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein, en hún endurspeglar útbreiðslu sjúkdómsins við greiningu, það er æxlisstærð (T), eitlameinvörp (N) og fjarmeinvörp (M). Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort auka mætti nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein með því að bæta við TNM stigunina upplýsingum um líffræðilega þætti, það er að segja DNA innihald æxlisfrumna og hlutfall þeirra í framleiðslufasa eða S-fasa. Rannsóknin tekur til allra kvenna sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi á árunum 1981-84 (n=347). Frá 340 (98%) þeirra voru til formalin hert paraffin innsteypt vefjasýni, en DNA innihald þeirra og S-fasi voru metin með flæðigreini (flow cyto-meter). DNA innihald var hægt að meta í um 98% sýnanna (n=334), þar af voru 114 (34%) með eðlilegt DNA innihald eða tvílitna (diploid) en 220 (66%) með óeðlilegt DNA innihald eða mislitna (aneuploid/non-diploid). S-fasa mælingar var hægt að framkvæma á 329 sýnum (97%). Fjöldi frumna í S-fasa var marktækt hærri (p<0,0001) í mislitna æxlum (9,3%) en tvílitna (2,7%). Miðgildi frumna í S-fasa var 7,0%. Líkur á sjúkdómslausu lífi í sjö og hálft ár voru um 15% hærri hjá sjúklingum með tvílitna en mislitna æxli (p=0,004, 69% á móti 54%). Hliðstæður samanburður á sjúklingum með lágt (<7,0%) og hátt (=57,0%) S-fasa hlutfall æxlisfrumna sýndi 30% mun á lífslíkum (74% á móti 44%, p<0,0001). Stuðst var við fjölþátta reiknilíkan (Cox proportional hazard model) við mat á horfum sjúklinganna og gaf S-fasinn tölfræðilega marktækar upplýsingar um horfur umfram þættina í TNM stigun (p=0,0002). Um þrefalt meiri líkur voru á því að sjúkdómurinn tæki sig upp aftur hjá sjúklingum með há S-fasa æxli miðað við sjúklinga með lág S-fasa æxli. DNA innihald hafði ekki marktæka þýðingu nema S-fasa mælingum væri sleppt úr reiknilíkaninu, en þá reyndist DNA staða vera á mörkum þess að vera sjálfstæður áhættuþáttur (p=0,09). Hjá sjúklingum með eitlaneikvæðan sjúkdóm reyndist S-fasinn eini þátturinn, sem hafði marktæka þýðingu við mat á horfum (p=0,0009). Niðurstöður þessar sýna að mælingar á S-fasa hlutfalli æxlisfrumna með flæðigreini auka nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Feb 1996

Other keywords

  • Brjóstakrabbamein
  • Lífslíkur
  • Sjúkdómsgreiningar
  • Flow Cytometry
  • Breast Neoplasms
  • Prognosis

Cite this