Decision-making efficiency, accountability and democracy in inter-municipal cooperation arrangements: The case of Iceland

  Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

  2 Downloads (Pure)

  Abstract

  Samstarf sveitarfélaga á Íslandi á sér margra áratuga sögu. Ekki síst hefur samstarf
  smærri sveitarfélaga og stærri verið títt og þá einkum með það að markmiði að
  bæta og efla þá þjónustu sem veitt er borgurunum. Slíkt hefur reynst hinum smærri
  sveitarfélögum þung þraut vegna smæðar þeirra og þar með skorts á bolmagni
  til að veita þjónustu. Í þessari grein er viðfangsefnið að rýna í hinar lýðræðislegu
  hliðar á samstarfi sveitarfélaga. Rannsóknarspurningarnar snúa að áhrifum slíks
  samstarfs á lýðræði, pólitíska ábyrgð og skilvirkni í ákvarðanatöku. Evrópskir
  fræðimenn hafa bent á vandkvæði við það hvernig samstarf hinna lýðræðislegra
  kjörnu eininga getur vakið upp spurningar sem tengjast þessum lýðræðislegum
  þáttum. Til að leitast við að svara þessu hvað Ísland varðar er stuðst við gögn
  úr tveimur könnunum meðal íslenskra sveitarstjórnarmanna þar sem þeir voru
  spurðir út í þessi atriði. Meginniðurstaðan er að sveitarstjórnarmenn á Íslandi
  telja þessi vandkvæði vera til staðar í samstarfsverkefnum sveitarfélaga, einkum
  þó er varðar óskýra pólitíska ábyrgð og skort á skilvirkni í ákvarðanatöku.
  Original languageUndefined/Unknown
  Pages (from-to)21-38
  Number of pages18
  JournalStjórnmál og stjórnsýsla
  Volume15
  Issue number1
  DOIs
  Publication statusPublished - 17 Jun 2019

  Other keywords

  • Inter-municipal cooperation
  • Democratic accountability
  • Democracy
  • Efficiency

  Cite this