Dauðaslys sjómanna á sjó og landi

Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The objective was to study specific mortality of seamen with particular reference to fatal accidents that occurred other than at sea. The study is a retrospective cohort study. Included in the cohort were 27.884 seamen, both fishermen and sailors from the merchant fleet, who had been members of a pension fund during 1958-1986. Most standardised mortality ratios were greater than 1: 1.26 for all causes and 1.83 for all external causes. There was no healthy worker effect. The excess of deaths from all external causes included all subcategories of death from accidents, poisonings and violence, not just accidents at sea. A significant trend was found for length of employment at sea, accidental poisoning, other accidents, and accidental drowning; correlation coefficients for all causes, all accidents, suicide, and injuries undetermined whether accidentally or purposely inflicted were 0.7-0.8. Compared with seamen who started work during 1968-1977, those who started work in 1978 or later had higher mortality from all causes, road traffic accidents, poisoning, other accidents, homicide, and injuries unknown whether accidentally or purposely inflicted, but not from all accidents at sea and accidental drowning. Seamen seem to be a special group with a high risk of fatal accidents occurring not only at sea. The association between fatal accidents other than at sea and employment time as seamen, indicates that seamen are modified by their occupation in the direction of hazardous behaviour or lifestyle.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga dánartíðni sjómanna og var lögð sérstök áhersla á dauðaslys sem höföu orðið annars staðar en á sjó. Rannsóknin er afturskyggn hóprannsókn. Til rannsóknar voru 27.884 sjómenn, bæði fiskimenn og sjómenn af kaupskipum, sem greitt höfðu í Lífeyrissjóð sjómanna á árunum 1958-1986. Flest dánarhlutföll voru hærri en einn; 1,26 vegna allra dánarmeina og 1,83 vegna allra slysa. Ekki sáust áhrif hraustra starfsmanna (healthy worker effect). Há dánartíðni vegna allra slysa skýrðist af öllum undirflokkum slysa, eitrana og ofbeldis, ekki eingöngu slysa til sjós (sjóferðaslysa (water transport accidents, ICD-númer E850-E858)). Marktæk fylgni fannst milli þess hve lengi menn höfðu unnið á sjó og eitrana, annarra slysa og drukknana; fylgnistuðlarnir fyrir öll dánar-mein, öll slys, sjálfsmorð og vegna áverka þegar óákveðið var hvort um slys eða sjálfsáverka var að ræða, voru 0,7-0,8. Samanburðurinn á sjómönnum sem byrjuðu til sjós á árunum 1968-1977 og þeim sem byrjuðu 1978 eða síðar sýndi að þeir sem byrjuðu síðar höfðu hærri dánartíðni vegna allra dánarmeina, umferðarslysa, eitrana, annarra slysa, manndrápa og vegna áverka þegar óákveðið var hvort um slys eða sjálfsáverka var að ræða, en lægri vegna allra slysa á sjó og drukknana. Sjómenn virðast vera sérstakur hópur sem er í mikilli dauðaslysahættu og hættan er ekki einangruð við sjóslys. Tengsl dauðaslysa sem ekki verða til sjós, við starfstíma á sjó, bendir til að sjómenn mótist fyrir áhrif vinnunnar og taki upp áhættusama hegðun eða lífsstíl.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Nov 1994

Other keywords

 • Sjómenn
 • Vinnuslys
 • Slys
 • Sjóslys
 • Dánarmein
 • Accidents, Occupational
 • Fisheries
 • Retrospective Studies
 • Cause of Death
 • Drowning
 • Naval Medicine
 • Accident Proneness
 • Accidents
 • Iceland/epidemiology

Cite this