Dánartíðni vegna astma, langvinnrar berkjubólgu og lungnaþembu

Þórarinn Gíslason, Kristinn Tómasson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

We collected information about mortality in chronic obstructive pulmonary diseases (COPD) in Iceland during the time period 1951-1990. During these 40 years only nine individuals younger than 45 years died of bronchial asthma (7 women and 2 men). The mean population during that time period was 149,921 and the mean asthma mortality ratio was 0.15/100,000/year in the age group 0-44 years. The mean mortality ratio in asthma was during the time period 1981-1990: 4.7/ 100,000/year for women and 2.4/100,000/year for men. Compared to the time period 1951-1960 there was a threefold increase in the total mortality in chronic bronchitis in 1981-1990 when the mean mortality ratio was 8.7/100,000/year among men and 7.6/ 100,000/year among women. There was even a greater increase in mortality in emphysema during the 40 years time period and during 1981-1990 the mean mortality ratio was 13.0/100,000/year among men and 11.5 for women. There has been a substantial change in age distribution of the Icelandic population during the time period 1951-1990. Examination of standardized mortality ratio (SMR) shows a tenfold increase in SMR among women in emphysema and a threefold increase in mortality in chronic bronchitis. Among men the SMR for both asthma and chronic bronchitis varied during the time period but there was almost a threefold increase in SMR for emphysema. Thus, there was a relatively greater increase in SMR in COPD among women than men.
Upplýsingar um dánarorsakir vegna astma, langvinnrar berkjubólgu og lungnaþembu voru fengnar frá Hagstofu Íslands fyrir tímabilið 1951 til 1990. Á síðastliðnum áratugi var meðaldánartíðni á ári úr astma 4,7/100.000 hjá konum en 2,4/100.000 hjá körlum. Á tímabilinu 1951-1990 dóu alls níu einstaklingar undir 45 ára aldri með greininguna astma (sjö konur og tveir karlar). Miðað við meðalfjölda (0-44 ára) á þessu tímabili (149.921) þá var dánartíðnin á ofangreindum aldri 0,15/100.000/ár. Heildardánartíðni vegna langvinnrar berkjubólgu hefur þrefaldast frá áratugnum 1951-1960 miðað viö áratuginn 1981-1990 og var meðaldánartíðni á síðarnefnda áratugnum 8,7 meðal karla en 7,6 meðal kvenna. Veruleg aukning hefur orðið á dánartíðni vegna lungnaþembu á ofangreindu 40 ára tímabili einkum meðal kvenna og aldraðra. Meðaldánartíðni úr lungnaþembu á áratugnum 1981-1990 var 13,0 hjá körlum og 11,5 hjá konum. Aldursstöðluð dánartíðni (standardized mortality ratio) sýndi tífalda aukningu á dánartíðni meðal kvenna vegna lungnaþembu og þrefalda aukningu vegna langvinnrar berkjubólgu. Aldursstöðluð dánartíðni meðal karla sýndi þrefalda aukningu á dánartíðni vegna lungnaþembu en breytilega dánartíðni á tímabilinu vegna astma og langvinnrar berkjubólgu. Ef allir þrír sjúkdómarnir eru skoðaðir sameiginlega kemur í ljós að á árunum 1951-1980 var dánartíðnin mun hærri hjá körlum en konum, en á síðasta áratugi var heildardánartíðni næstum hin sama hjá körlum (n=197) og konum (n=194).
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Aug 1994

Other keywords

  • Asma
  • Dánartíðni
  • Berkjubólga
  • Öndunarfærasjúkdómar
  • Asthma
  • Pulmonary Disease, Chronic Obstructive
  • Prevalence
  • Mortality
  • Bronchitis
  • Pulmonary Emphysema

Cite this