Childhood Sexual Abuse: Consequences and Holistic Intervention

Research output: Types of ThesisPh.D. Thesis

Abstract

Background: Childhood Sexual Abuse (CSA) can have serious and far-reaching consequences for the health and well-being of both men and women. In order to develop a holistic program for Icelandic survivors of CSA it is important to base such a program on in-depth knowledge and understanding of these consequences for CSA survivors in Iceland within the healthcare system. Aim: To increase the knowledge and deepen the understanding of the consequences of CSA, for both Icelandic men and women, in order to increase nurses’ and other healthcare professionals´ competence in giving gender appropriate care to CSA survivors. To develop and explore a holistic therapy for female CSA survivors, from the women´s own perspective and look into the experience of the healthcare system. Methods: A phenomenological research approach was used, to increase the knowledge and deepen the understanding of the above phenomena. In Study I, participants were seven Icelandic men with a history of CSA. Two interviews were conducted with each of them, a total of 14 interviews. In Study II the experience of these seven men and seven Icelandic women (from another study of the author) were compared, 28 interviews in total. In Study III seven interviews were conducted with one Icelandic woman with a long trauma history after CSA. In Study IV 10 Icelandic women who participated in the Wellness-Program, a holistic program for female CSA survivors that was developed by the author, were interviewed thrice, a total of 30 interviews. Thus, in all, 65 interviews were used as the basis for this thesis. Results: The main results of the studies were that the consequences of CSA, for both men and women, were serious for their health and well-being. They felt they had not received adequate support and understanding from healthcare professionals, but participation in the Wellness-Program seemed to improve the health and well-being of those attending. In study I the men’s experience of CSA was characterized by broken self-identity and self-image, anger and fear. They were bullied, had learning difficulties and had been hyperactive, displayed criminal behaviour, misused alcohol and drugs. They had numerous complex health problems and physical and psychological disconnection. They had difficulty relating to their spouses and children, had gone through divorce and were all divorced non-custodial fathers. They lived in silent and painful suffering because of their 10 own prejudice and from the society and did not seek help or talk about the CSA until they were adults. In Study II, gender differences were found in the consequences of CSA. Women had a greater tendency to internalize their emotional suffering, which was later observed in complex health problems. The men, however, had a greater tendency to externalize their emotional suffering, observed in various problems and antisocial behaviour. Study III showed that CSA and a long trauma history can have serious and destructive effects on health. The participant had severe physical problems such as chronic pain, fibromyalgia, recurring problems in the pelvic area as well as cancer. She had symptoms of PTSD (posttraumatic stress disorder) and felt she had not met adequate understanding and support in the healthcare system. In Study IV the women who participated in the Wellness-Program were in the beginning of the program socially isolated and had complicated health problems. Their self-esteem was low, they could not work or study and their lack of wellbeing significantly impacted their families and their own quality of life. Positive results were found regarding all these aspects in the participating women 12 to 15 months after the program. All were active in work, study or in further rehabilitation. Conclusions: CSA can have serious and far-reaching consequences for the health and well-being of both Icelandic men and women and their suffering can be deep. It is important for healthcare professionals to know and recognize the symptoms regarding the consequences of CSA to be better able to provide support and gender-specific care. It is important to continue to develop a holistic program for female CSA survivors in Iceland as well as to develop such program for men survivors of CSA. Through an organized program much can be gained for the individual, his family and society as a whole.
Bakgrunnur: Kynferðislegt ofbeldi í bernsku (e. Childhood Sexual Abuse, CSA) getur haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna. Mikilvægt er að byggja á dýpri þekkingu á reynslu þolenda á Íslandi af þessum víðtæku afleiðingum við þróun heildræns meðferðarúrræðis fyrir þolendur CSA innan heilbrigðiskerfisins. Markmið: Að auka þekkingu og dýpka skilning á afleiðingum CSA hjá þolendum af báðum kynjum í því skyni að auka hæfni hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta í að veita viðeigandi umönnun. Að þróa og skoða reynslu íslenskra kvenna af heildrænu meðferðarúrræði og reynslu af heilbrigðiskerfinu. Aðferð: Notuð var fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð til að auka þekkingu og dýpka skilning á afleiðingum CSA. Í rannsókn I voru þátttakendur sjö íslenskir karlar með sögu um CSA. Tekin voru tvö viðtöl við hvern þeirra, samtals 14 viðtöl. Í rannsókn II var borin saman reynsla þessara sjö karla og sjö íslenskra kvenna (frá annarri rannsókn höfundar). Fjöldi viðtala sem notuð voru í greiningunni var samtals 28. Í rannsókn III voru tekin sjö viðtöl við eina íslenska konu með langa áfallasögu af reynslu hennar af líkamlegum afleiðingum CSA og reynslu hennar af heilbrigðisþjónustunni. Í rannsókn IV voru tekin viðtöl við 10 íslenskar konur sem tóku þátt í Gæfusporunum, heildrænum meðferðarúrræðum. Tekin voru þrjú viðtöl við hverja konu, samtals 30 viðtöl. Samtals voru því 65 einstaklingsviðtöl lögð til grundvallar í greiningarvinnunni í doktorsverkefninu. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknanna voru að afleiðingar CSA, bæði fyrir íslenska karla og konur, voru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning eða skilning frá heilbrigðisstarfsfólki, en þátttaka í Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan þeirra sem tóku þátt í þeim. Í rannsókn I upplifðu karlarnir sjálfsmynd sína brotna. Í æsku áttu þeir við námsörðugleika að stríða og urðu fyrir einelti. Þeir voru ofvirkir og leiddust út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu, auk þess að vera með ýmis flókin heilsufarsleg vandamál. Upplifun karlanna einkenndist af reiði, hræðslu og líkamlegri og sálrænni aftengingu. Þeir áttu erfitt með að tengjast mökum og börnum, höfðu gengið í gegnum hjónaskilnaði og voru allir forsjárlausir feður. 8 Þeir lifðu í þögulli og kvalafullri þjáningu vegna eigin fordóma og samfélagsins og leituðu því ekki hjálpar eða sögðu frá fyrr en á fullorðinsárum. Í rannsókn II, samanburðarrannsókninni, mátti greina mun á milli karla og kvenna. Konurnar höfðu meiri tilhneigingu til að beina tilfinningalegum sársauka sínum inn á við, sem kom síðar fram í flóknum andlegum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Karlarnir höfðu hins vegar meiri tilhneigingu til að beina tilfinningalegum sársauka sínum út á við, sem kom einkum fram í hegðunarvandamálum og andfélagslegri hegðun. Í rannsókn III sýndu niðurstöður að CSA og löng áfallasaga getur haft alvarleg og niðurbrjótandi áhrif á heilsufar. Þátttakandinn hafði haft mörg líkamleg vandamál eins og langvinna verki, vefjagigt, síendurtekin móðurlífsvandamál og krabbamein. Hún hafði einkenni áfallastreituröskunar og hafði ekki mætt nægilegum skilningi og stuðningi í heilbrigðiskerfinu. Í rannsókn IV kom fram að konurnar sem tóku þátt í Gæfusporunum voru í upphafi meðferðarinnar félagslega einangraðar og áttu við mjög flókin heilsufarsleg vandamál að stríða. Þær upplifðu sig með brotna sjálfsmynd, treystu sér ekki í vinnu eða nám og töldu það hafa haft veruleg áhrif á fjölskyldur þeirra og lífsgæði. Jákvæðan árangur mátti sjá varðandi alla þessa þætti hjá konunum 12-15 mánuðum eftir að meðferðinni lauk. Starfsgeta þeirra allra hafði aukist eftir Gæfusporin, þær voru komnar í launaða vinnu, nám eða áframhaldandi starfsendurhæfingu. Ályktanir: Kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft alvarlegar og víðtækar langtímaafleiðingar fyrir heilsufar og líðan, bæði íslenskra karla og kvenna, og þjáning beggja kynja getur verið djúp. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að þekkja einkenni og afleiðingar CSA til að vera betur í stakk búið að veita stuðning og viðeigandi meðferð sem tekur mið af einstaklingnum og kyni hans. Mikilvægt er að halda áfram að þróa heildræn meðferðarúrræði fyrir konur á Íslandi og þróa slík meðferðarúrræði fyrir karla sem hafa orðið fyrir CSA. Með því að byggja einstakling markvisst upp eftir áföll vegna CSA getur margt áunnist fyrir hann, fjölskyldu hans og samfélagið í heild.
Original languageEnglish
Supervisors/Advisors
 • Halldórsdóttir, Sigríður, Supervisor
 • Bender, Sóley Sesselja, Supervisor
Publisher
Print ISBNs9789935931306
Publication statusPublished - Jun 2017

Other keywords

 • Child Sexual Abuse
 • Holistic intervention
 • Phenomenology
 • Kynferðisleg misnotkun barna
 • Karlar
 • Konur
 • Heildræn meðferð
 • Fyrirbærafræði
 • Doktorsritgerðir

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Childhood Sexual Abuse: Consequences and Holistic Intervention'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this