Byrjandi dreifikrabbamein í maga : hugleiðing af gefnu tilefni

Þorgeir Þorgeirsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Fjallað er um byrjandi dreifkrabbamein í maga (carcinoma diffusum incipiens) með hliðsjón af sjúkdómstilfelli á FSA og rannsóknum síðari tíma. Leitast er við að skýra vaxtarhegðun á grandvelli vefjagerðar og myndunarferils. Hugmyndir um meint staðbundið (in situ) stig eru teknar til endurskoðunar og bráð íferð meðal annars rakin til vanbúinnar grunnhimnu. Vakin er athygli á tímalengd byrjunarskeiðsins (mánuðir, ár) og ofannefnt sjúkdómstilfelli tilfært því til staðfestingar. Misræmi á framuþroskun og byggingarlagi meinsins er stutt erfðafræðilegum rökum og ennfremur vísað til kenninga um að frymishimnum sé áfátt. Lögð er áhersla á óvanalega fjölbreytni æxlisfrumnanna og því haldið fram að það geti gefið vísbendingu um sérstakan verkunarmáta krabbameinsvakans.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Feb 1992

Other keywords

  • Kirtlakrabbamein
  • Magakrabbamein
  • Stomach Neoplasms

Cite this