Brottnám eggjastokka fyrir tíðahvörf : áhrif á lífsgæði, fituefnaskipti og beinþéttni

Eva Sigvaldadóttir, Jens A. Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson, Matthías Kjeld

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: Oophorectomy in premenopausal women may profoundly affect health. This study was done to investigate whether it had influenced the quality of life, lipid metabolism and bone mass if removal of the ovaries in premenopausal women was performed more than 15 years ago. Material and methods: Operation records from the Department of Obstetrics and Gynecology at the National University Hospital, Reykjvík, were scruti-nized to find all women who during 1977-1984 had a bilateral oophorectomy performed at less than 47 years of age at the time of operation. A control group of age-matched women, who during the same period had undergone a hysterectomy with preservation of the ovaries, was chosen. Women with malignant and chronic disabling diseases were excluded. The participants answered 36 standardized questions relating to menopausal symptoms, hormonal use and smo-king. Mesurements of total serum cholesterol, HDL (high density lipoprotein) and LDL (low density lipoprotein) cholesterol, triglycerides and calcium and fasting urine calcium and creatinine, were performed. Bone mineral density was assessed by dual energy X-ray absorptiometry in the lumbar spine, left hip and femoral neck. Results: Thirty-four patients and equally many controls were identified. Fifty women agreed to participate, but two did not attend for the investigation, giving a total of 26 cases and 22 controls. Mean age at the time of operation was 43.3 years for cases and 43.5 and controls. The difference in the duration of hormone use (11.6 and 8.9 years) was not significant. Of the 36 questions on climacteric symptoms there was a significant difference between the groups in only one. Cases and controls were not different with regard to serum lipids and bone mineral density. Mean values of bone mineral density in both groups were within the normal limits for an age-matched general population. Conclusions: Women who underwent removal of the ovaries before 47 years of age, more than 15 years later, were not shown to have suffered more from longterm effects of estrogen deficiency than age-matched women who had undergone hysterectomy with preservation of the ovaries. A relatively long duration of estrogen use may be the main reason for this outcome.
Markmið: Brottnám eggjastokka í konum, sem ekki hafa náð tíðahvörfum, getur haft neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort það hefði haft áhrif á lífsgæði, fituefnaskipti og beinþéttni, ef eggjastokkar voru fjarlægðir hjá konum fyrir tíðahvörf og fyrir meira en 15 árum. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru aðgerðabækur á Kvennadeild Landspítalans frá árunum 1977-1984 og fundnar allar aðgerðir þar sem eggjastokkar höfðu verið fjarlægðir hjá konum sem voru yngri en 47 ára. Til samanburðar voru fundnar konur sem á sama tímabili höfðu gengist undir brottnám á legi, án brottnáms á eggjastokkum og hóparnir paraðir með tilliti til aldurs og þess hvenær aðgerð var gerð. Konur með illkynja sjúkdóma voru útilokaðar. Þátttakendur svöruðu 36 stöðluðum spurningum um tíðahvarfaeinkenni og voru beðnir um upplýsingar um hormónanotkun og reykingar. Þyngdarstuðull (body mass index, BMI) var ákvarðaður, mældur blóðþrýstingur og teknar blóðprufur til mælinga á heildarkólesteróli, HDL- (high density lipoprotein: háþéttni lípóprótín) og LDL- (low density lipoprotein: lágþéttni lípóprótín) kólesteróli og þríglýseríðum og kalsíumi í sermi. Samtímis var mælt kalsíum og kreatínín í þvagi. Beinþéttni var mæld í lendaliðbolum, vinstri mjöðm og lærleggshálsi. Niðurstöður: Þrjátíu og fjórar konur og jafnmargar konur til viðmiðunar fundust. Alls samþykktu 50 konur þátttöku, en tvær mættu ekki til rannsóknar. Tilfellin voru því 26 og viðmið 22. Meðalaldur var 43,3 ár í rannsóknarþýði og 43,5 í viðmiðunarhópi þegar aðgerð var gerð. Ekki kom fram munur á hópunum með tilliti til hormónanotkunar (11,6 ár og 8,9 ár). í spurningum um tíðahvarfaeinkenni kom fram munur á hópunum í einu atriði, en miðað við aðrar niðurstöður og miðað við fjölda spurninganna er líklegt að munurinn sé tilkominn fyrir tilviljun. í engum mælingum sem gerðar voru kom fram munur á hópunum. Alyktanir: Þær konur sem gengust undir brottnám á eggjastokkum fyrir 47 ára aldur og fyrir meira en 15 árum, virtust ekki vera í meiri hættu á að verða fyrir langtímaafleiðingum estrógenskorts, en konur sem haldið hafa eggjastokkunum. Hormónanotkun var almenn í báðum hópum og getur það hafa haft áhrif á að ekki var munur á milli hópanna.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1999

Other keywords

  • Beinþéttni
  • Legnám
  • Tíðahvörf
  • Ovariectomy
  • Hysterectomy
  • Climacteric
  • Quality of Life

Cite this