Abstract
Bakverkur er algengur kvilli, einn sá algengasti sem kemur til kasta bæklunarlækna. Stundum fylgir honum verkur í ganglim, einatt kallaður þjótaugarverkur og ekki alltaf með réttu. Ræður þá af líkum, að margt hefir verið reynt til þess að ráða bót á verkjunum. Þá er fyrst að finna orsökina. Sjúkdómsgreiningin skiptir öllu máli eins og endranær.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Sep 1991 |
Other keywords
- Brjósklos
- Bakverkir