Bráðaofnæmi í tveimur landbúnaðarhéruðum á Íslandi : I. Tíðni bráðaofnæmis og helstu ofnæmisvaldar

Davíð Gíslason, Suzanne Gravesen, Tryggvi Ásmundsson, Vigfús Magnússon

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The aim of this study was to find prevalence of type I allergy and allergens which cause symptoms in two farming communities in Iceland. One community, V. Skaftafellssýsla, is located at the southern coast of Iceland, the country's heaviest rainfall area (2,000-4,000 mm/year). In spite of this, regular haymaking with outdoor drying of the hay is the most common method. After a wet summer one would expect to find moldy hay, generating a lot of dust. The other community, Strandasýsla, is located in the northwestern part of the country, where rainfall is low (1000-2000 mm/year) but the summer is very short. Therefore the farmer cannot risk a wet summer and makes silage from most of his harvest. The regular haymaking by outdoor drying is usually done under optimal circumstances, but the amount is small. An average farmer in this community therefore has the least haydust exposure in Iceland. We selected from the Icelandic National Registry all heads of household 50 year old and younger in these communities. All family members age 6-50 were examined. These age limits were used because allergic symptoms and skin tests tend to fade after the age of 50, and it is difficult to draw blood from young children. The British Medical Research Council questionnaire of respiratory symptoms was used with questions added regarding symptoms, possibly caused by type I allergy. If there were positive answers to any of these possibly allergic symptoms, a prick test was performed. The allergens used were the 12 standard allergens used in Iceland and 12 allergens found in the Icelandic hay. Skin test was positive if the reaction was 2 mm larger than negative control. We studied 319 individuals, 183 males and 136 females. Prick test was performed on 103. Of these 57 or 55% had one or more positive skin test. In V. Skaftafellssýsla 42 (27,6% of those studied) underwent prick test but 61 (36,5% of the study group) in Strandasýsla. The most common allergen were the hay dust mite Lepidoglyphus destructor (38), house dust (31%), cows (21,3%) Tyrophagus putrecentiae (17,4%) and Acarus siro (13,6%). The distribution of cough, dyspnea or fever after exposure to hay dust were about equal among those who were skin test positive as skin test negative. However, 72% of those who were skin test positive had nasal symptoms and 61% eye symptoms after haydust exposure. Comparable figures for the skin test negative ones were 28% and 17%. This is a significant difference (p<0.001). Prevalence of possibly allergic symptoms is slightly higher in Strandasýsla, where most of the harvest is made in silage. However, the prevalence of positive skin
»Heysótt nefnist veikleiki, sem tilfellur þeim, er gefa illa verkað hey, og er hann alþekktur út á íslandi.« Þannig lýsir Sveinn Pálsson, læknir, sambandi heysóttar við illa verkað hey (1). Sveinn skrifaði þá grein sem hér er vitnað til 1790 og frá þeim tíma hefur ýmislegt verið skrifað um heysjúkdóma á Íslandi, einkum þó á síðustu árum (2-12). Heysóttin hefur sennilega lengi verið vel þekktur sjúkdómur hér á landi, bæði í mönnum og hestum. Á síðari árum hefur gætt nafnaruglings þegar fjallað er um heysjúkdóma. Orðið heymæði er oft notað í sömu merkingu og orðið heysótt var notað áður fyrr. Á þetta var bent fyrir nokkrum árum og lagt til að orðið heysótt skuli notað til að lýsa þeirri tegund sjúkdómsins, sem sótthiti fylgir, en að orðið heymæði skuli notað sem safnheiti um þá heysjúkdóma, sem orsaka mæði (7). Þótt athygli lækna hafi fyrst og fremst beinst að heysóttinni og annarri mæði, hafa þó önnur óþægindi af heyryki varla farið fram hjá þeim, sem við gegningar vinna. Nefstífla, nefrennsli og kláði í augum eru einkenni, sem algengt er að setja í sambandi við heyryk. Þeir sem fást við lækningar á lungnasjúkdómum hér á landi hafa einnig veitt athygli hárri tíðni lungnaþembu medal bænda. Reykingar eru lang algengasta orsök lungnaþembu. Könnun á lungnaþembusjúklingum, sem dvalist hafa á Vífilsstaðaspítala, sýndi þó að meðal bænda með lungnaþembu eru færri reykingamenn en meðal annarra lungnaþembusjúklinga (10). Þetta bendir til þess að leita megi annarra orsaka en reykinga fyrir lungnaþembu margra bænda og hefur grunur beinst að heyrykinu. Á það hefur verið bent, að flokka mætti heysjúkdóma í fjóra flokka eftir eðli þeirra og orsökum (6). Þeir eru: 1) Sjúkdómar vegna bráðaofnæmis. 2) Heysótt. 3) Sjúkdómar vegna ertandi áhrifa af heyryki. 4) Langvinn berkjubólga og lungnaþemba. Ekki er þó vitað með vissu hvernig sambandi lungnaþembu og heyryks er háttað. Bráðaofnæmi fyrir einstökum ofnæmisvöldum í heyryki var lítið sem ekkert kannað fyrr en undir lok áttunda áratugarins. Árið 1979 voru birtar niðurstöður úr rannsóknum á bráðaofnæmi hjá bændafjölskyldum í Orkneyjum, sem ótvírætt gáfu til kynna að heymaurar væru helsta orsök fyrir bráðaofnæmi af heyryki (13). Árið 1980 fór Búnaðarfélag islands þess á leit við landlækni, að heysjúkdómar yrðu kannaðir hér á landi. í framhaldi af því myndaði landlæknir starfshóp, sem unnið hefur að þessum malum. Eitt verkefna starfshópsins var að kanna bráðaofnæmi fyrir heyryki. Þegar hann tók til starfa var lítil sem engin þekking á því hvaða þættir í heyrykinu yllu bráðaofnæmi. Því var byrjað á því að kanna heysýni með tilliti til frjókorna, myglusveppa, hitaelskra geislasýkla og ofnæmisvaka frá músum (15). Thorkil Halias kannaði heymaura í íslenskum heysýnum (16-18). Að þessum rannsóknum loknum voru ofnæmislausnir, sem taldar voru hafa mesta þýðingu í sambandi við ofnæmi fyrir heyryki, prófaðar á sjúklingum með einkenni um bráðaofnæmi fyrir heyryki (9). í framhaldi af því var sú könnun gerð sem hér er lýst. Tilgangur hennar var að kanna tíðni (prevalence) bráðaofnæmis í tveimur landbúnaðarhéruðum með ólíkt verðurfar og heyskaparhætti. Einnig var athuguð innbyrðis þýðing þeirra ofnæmisvaka, sem notaðir voru við könnunina.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 15 Oct 1988

Other keywords

 • Heymæði
 • Öndunarfærasjúkdómar
 • Bændur
 • Ofnæmi
 • Rykmaurar
 • Bráðaofnæmi
 • Farmer's Lung
 • Hay Fever
 • Occupational Exposure
 • Hypersensitivity, Immediate
 • Mites

Cite this