Bráð blæðing frá efri hluta meltingarvegar : þrjú hundruð fjörutíu og níu tilvik á Landakotsspítla 1976 til 1985

Kjartan B. Örvar, Stefnir Guðnason, Ólafur Gunnlaugsson, Tómas Á. Jónasson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Afturvirk rannsókn var gerð á 310 sjúklingum með 349 blæðingar frá efri hluta meltingarvegar. Algengustu blæðingarorsakir voru magasár (32.2%), skeifugarnarsár (18.7%), blæðandi magabólga (10.7%) og Mallory Weiss heilkenni (6.6%). Æðamisvöxtur, sem ekki fannst á fyrri helmingi rannsóknartímans, var greindur í 5.6% tilvika á seinni helmingi hans. Þetta gefur til kynna að æðamisvöxtur hafi stundum valdið magablæðingum, sem áður voru taldar af óþekktum uppruna. Æðahnútar í vélinda orsökuðu blæðingar í aðeins 3.1% tilvika og er það í samræmi við lága tíðni lifrarskorpnunar á Íslandi. Af 310 sjúklingum dóu 30 (9.7%) og má rekja 20 (6.6%) dauðsföll beint til blæðinga. Aukin dánartíðni var tengd eftirfarandi áhættuþáttum: Háum aldri, fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóma, byrjun blæðingar eftir innlögn á spítalann, viðvarandi blæðingu, þörf fyrir skurðaðgerð og slagbilsþrýstingi <100 mmHg og blóðrauða <10 g/dl við innlögn.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Mar 1991

Other keywords

  • Magasár
  • Meltingarfærasjúkdómar

Cite this