Botnlangataka með kviðsjá eða opin aðgerð? : framskyggn slembirannsókn

Tómas Guðbjartsson, Auður Smith, Höskuldur Kristvinsson, Tómas Jónsson, Jónas Magnússon

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Introduction: Operative mortality after open appendectomy is negligible, hospital stay is short and complications mostly wound infections infrequent. Laparoscopic appendectomy has not been considered the operation of choice because the potential savings in hospital costs would be small. However studies have shown laparoscopic appendectomy to be a safe and technically easy operation. Postoperative pain is generally less and hospital stay shorter after laparoscopic than after open operations. Time off work should also decrease. The aim of this study was to compare in a prospective randomised study, complications, operative time, length of hospital stay and time off work after conventional open and laparoscopic appendectomy. Material and methods: Forty consecutive patients (5=15 years of age) diagnosed clinically with acute appendicitis during a 15 week period, were randomised to either laparoscopic (n=20) or open (n=20) appendectomy. Complications, operative time, length of hospital stay and time off work after operation were the main outcome measures. Results: Complications were infrequent in both groups and operative time was longer in the laparoscopic group (75 min vs. 45 min, p<0.001). Patients in the laparoscopic group returned to work seven days (median) after the operation but 10 days after an open operation (p<0.05). Hospital stay was two days for the laparoscopic group and three days for the open group (ns). Conclusions: Laparoscopic appendectomy is a save procedure. Patients return to work earlier than after conventional operation. We consider laparoscopic appendectomy to be the operation of choice for appendicitis.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að botnlangataka með kviðsjá er örugg og auðveld aðgerð. Þrátt fyrir talsverðan fjölda rannsókna hefur ekki sannast að kviðsjáraðgerð sé betri en hefðbundin aðgerð hjá sjúklingum með bráða botnlangabólgu. Dregið er í efa að nýja aðgerðin sé fjárhagslega hagkvæm enda hefðbundin botnlangataka fljótleg og einföld. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman aðgerðartíma, sjúkrahúslegu og vinnutap eftir opna eða lokaða aðgerð. Gerð var framskyggn slembuð samanburðarrannsókn á botnlangatöku með kviðsjá og hefðbundinni aðgerð á handlækningadeild Landspítala. Alls greindust 40 sjúklingar (15 ára og eldri) klínískt með botnlangabólgu á 15 vikna tímabili og völdust 20 sjúklingar til opinnar aðgerðar og 20 til kviðsjáraðgerðar. Meðalaldur og kynjaskipting var áþekk í hópunum tveimur. Lagt var mat á fylgikvilla, aðgerðartíma, sjúkrahúsdvöl og vinnutap eftir aðgerð. Sjúklingar sem gengust undir kviðsjáraðgerð voru komnir fyrr til vinnu (miðtala sjö dagar) en þeir sem fóru í opna aðgerð (10 dagar). Lítill munur var á lengd sjúkrahúsdvalar, tveir dagar fyrir kviðsjárhópinn en þrír dagar fyrir þá sem fóru í opna aðgerð. Fylgikvillar voru óverulegir í báðum hópunum en aðgerðartími var lengri við kviðsjáraðgerðirnar (75 mínútur á móti 45) Kviðsjáraðgerð á botnlanga er örugg aðgerð. Legudagar eru enn óverulega færri en eftir opna aðgerð. Hins vegar koma sjúklingar mun fyrr til vinnu. Enn sem komið er tekur kviðsjáraðgerð lengri tíma. Við teljum kviðsjáraðgerð álitlegan valkost fyrir sjúklinga með bráða botnlangabólgu, ekki síst í tilvikum þar sem vafi leikur á greiningu.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Mar 1996

Other keywords

  • Botnlangabólga
  • Botnlangaskurðir
  • Appendectomy
  • Laparoscopy
  • Length of Stay
  • Prospective Studies

Cite this