Blý í blóði manna í Reykjavík

Svava Þórðardóttir, Þorkell Jóhannesson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

In the years 1991-1992 blood lead levels in 37 individuals living in Reykjavik, Iceland, were determined by potentiometric stripping analysis. The group was divided into three different subgroups. The first group consisted of 12 students (mean age 26 years), the second group consisted of 13 traffic policemen (mean age 36 years) and the third group consisted of 12 bus drivers (mean age 48.6 years). By using t-Test Assuming Equal Variances the mean age in the three groups were found significantly different (P<0.05). The mean blood levels of lead were 37±11 (SD) ng/ml for the students, 56± 14 (SD) ng/ml for the policemen and 57±16 (SD) ng/ml for the bus drivers. The mean lead level for the students was found significantly different from those of policemen and bus drivers (P<0.01). In a study from 1978 the amount of lead in similar groups of students, traffic policemen and bus drivers was 3-5 fold higher than those presented here, and all groups were in the same statistical range. It therefore seems evident that the general exposure to lead in the environment must have decreased markedly in the approximately 14 years between the two studies. Measurements of lead in ambient air in the streets of Reykjavik indicate that it has been steadily decreasing in the last five years or so (see appendix and ref. 6). This in turn could be explained by the increasing use of unleaded gasoline and the reduced levels of lead in leaded gasoline. Therefore the lower blood lead levels in humans in Reykjavik are consistent with the lower levels of lead found in ambient air in the city. No significant correlation was found between age and blood lead or seniority and blood lead.
Árið 1978 lét eiturefnanefnd ákvarða blý í blóði stúdenta, lögreglumanna í götulögreglu og strætisvagnastjóra í Reykjavik (10 einstaklingar voru í hverjum hópi). Árið 1972 lét eiturefnanefnd einnig mæla blý í blóði manna í nokkrum öðrum starfsstéttum. Auk þess var reynt að meta blýmengun í götulofti í Reykjavik (á árunum 1975-1976). Ritgerð um niðurstöður þessara athugana var birt árið 1979 (1). Athygli vakti, hversu misjafnlega mikið blý var í loftsýnum frá sama athugunarstað og hve geysilega mikið blý var í einstökum loftsýnum. Einnig var athyglisvert, að þéttni blýs í blóði stúdenta var ekki marktækt önnur en í blóði lögreglumanna eða strætisvagnastjóra og var jafnframt talsvert meiri en búast mætti við samkvæmt dönskum athugunum. Í ritgerðinni var því sú ályktun sett fram, að rannsaka þyrfti miklu ítarlegar, hver grunnmengun blýs væri hér á landi. Vaxandi áhyggjur eru einnig af því, að lítið magn blýs geti skaðað miðtaugakerfi í fóstrum og ungum börnum. Skoðanir hafa ætíð verið talsvert skiptar á því að hve miklu leyti blý í andrúmslofti utandyra, en það er yfirleitt nær eingöngu að rekja til útblásturs bifreiða, væri ákvarðandi fyrir þéttni þess í blóði (1). Nú er talið að gróft samhengi að minnsta kosti sé á milli magns blýs í andrúmslofti og blóði (2). Jafnframt er vitað, að truflun á myndun hemkjarna í blóðmerg er ein næmasta vísbending um eiturhrif blýs í líkamanum og allgott samhengi er milli þessa og þéttni blýs í blóði (1,2). Samstaða er nú um að magn blýs í blóði undir 100 ng/ml valdi mönnum ekki skaða (2-4,5). Notkun á blýlausu bensíni hefur farið ört vaxandi hér á landi á undanförnum árum og nam árið 1991 alls 60% af heildarnotkun bensíns. Magn blýs í öðru bensíni hefur einnig verið minnkað. Jafnframt hefur blýmagn í götulofti í Reykjavik farið jafnt og þétt minnkandi (6). Af þessum sökum þótti rétt að endurtaka ákvarðanir á blýi í blóði stúdenta, lögreglumanna í götulögreglu og strætisvagnastjóra og kanna, hvort magn blýs í blóði þeirra hefði minnkað í samræmi við minna magn þess í lofti.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1993

Other keywords

  • Loftmengun
  • Eiturefni
  • Blýmengun
  • Public Health
  • Environmental Monitoring
  • Air Pollutants
  • Lead

Cite this