Blóðskilun á Íslandi í 30 ár [ritstjórnargrein]

Runólfur Pálsson, Páll Ásmundsson

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Þann 15. ágúst síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því fyrsta blóðskilunarmeðferðin var framkvæmd hérlendis. Í tilefni þessa 30 ára afmælis er þetta hefti Læknablaðsins helgað nýrnalæknisfræði. Í blaðinu eru birtar þrjár greinar um rannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma og nýmalækninga (1-3). Vísindarannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma hafa aukist hér á landi á undanförnum árum og gefa þær greinar sem birtast í þessu þemahefti nokkra mynd af þessu starfi. Miklar breytingar hafa orðið á þeim þremur áratugum sem liðnir eru síðan skilunarmeðferð við nýrnabilun hófst hér á landi. Nú þegar aldamót eru á næsta leiti er vert að staldra við og velta fyrir sér stöðu meðferðar við lokastigsnýrnabilun í dag og jafnframt að horfa fram á við og velta fyrir sér þeim viðfangsefnum sem verða brýnust í upphafi næstu aldar.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jan 1999

Other keywords

  • Nýrnasjúkdómar

Cite this