Berklapróf á heilbrigðisstarfsfólki

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Þorsteinn Blöndal, Stefán B. Matthíasson, Sigríður Jakobsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Áhætta heilbrigðisstétta að smitast af berklabakteríum hefur löngum verið talin meiri en almennt gerist (1-4). Með lækkandi nýgengi berklaveiki má vænta þess að hættan á að smitast minnki (5). Þegar smitnæm berklaveiki greinist inni á sjúkradeildum er oft vandasamt að greina nýsmitaða frá þeim, sem kannski hafa verið jákvæðir lengi án þess að vita það. Hérlendis hafa kerfisbundin berklapróf ekki verið gerð á heilbrigðisstarfsfólki. Til að kanna þessi mál frekar var ákveðið að gera berklapróf á starfsfólki Landakotsspítala.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 15 May 1990

Other keywords

  • Berklar
  • Mass Screening
  • Personnel, Hospital
  • Tuberculin Test
  • Tuberculosis prevention & control

Cite this